Lottóleikir » Lottó 13. janúar - Vinningur tæpar 15 milljónir - miðinn keyptur í Happahúsinu

Til baka í listaLottó 13. janúar - Vinningur tæpar 15 milljónir - miðinn keyptur í Happahúsinu
Lottó-fréttir

Einn heppinn lottóspilari sem keypti sér miða í Happahúsinu í Kringlunni, Reykjavík var með allar lottótölurnar réttar og hlýtur hann 14.993.470 krónur í vinning.  Enginn var með bónusvinninginn en aftur á móti var 71 miðaeigandi með fjórar réttar tölur og vinningur í þeim flokki nam 28.940 krónum.  

Tveir voru með fjórar réttar tölur í réttri röð í Jóker og fá þeir 100 þúsund kall í vinning, annar miðinn var keyptur á lotto.is en hinn í Olís á Selfossi.