Lottóleikir » Stefnir í fimmfaldan pott í Lottó!

Til baka í listaStefnir í fimmfaldan pott í Lottó!
Lottó-fréttir

Engin var með allar tölur réttar í Lottó í kvöld og flyst því vinningsupphæðin yfir á 1. vinning í næstu viku. Þá skiptu fjórir með sér bónusvinningnum og hlýtur hver þeirra tæplega 130 þúsund krónur í vinning. Miðarnir voru keyptir á lotto.is, Hagkaup Eiðistorgi, Kaupfélaginu Strandgötu 1 á Hvammstanga og einn miðahafinn er áskrifandi. Hægt er að gerast áskrifandi hér á lotto.is

Tveir voru með 2. vinning í Jóker og hlýtur hvor 100 þúsund krónur í vinning. Annar miðahafinn var áskrifandi og hinn keypti miðann á 10/11 Skagabraut.