Lottóleikir » Stálheppinn Reykvíkingur vann 52 milljónir í Lottó

Til baka í listaStálheppinn Reykvíkingur vann 52 milljónir í Lottó
Lottó-fréttir

Eigandi vinningsmiðans sem auglýst hefur verið eftir undanfarið hefur nú heimsótt okkur í Laugardalinn, með miðann meðferðis.  Þessi verðmæti miði var keyptur í Póló á Bústaðavegi í Reykjavík um miðjan febrúar og er með vinning upp á rúmar 52 skattfrjálsar milljónir.  

Það kom í ljós að þessi stálheppni Reykvíkingur hafði ekki hugmynd um að leitað væri að miðanum og var búin að steingleyma að hann hefði átt miða í þessum milljónaútdrætti.  Það var ekki fyrr en hann kom við á Olís við Ánanaust að honum varð ljóst að hann hefði unnið stórar fúlgur fjár.  Þar lét hann fara yfir nokkra miða og þegar kom að þessum eina sanna kom vinningshljóðið kassann og honum var tilkynnt um milljónirnar fimmtíuogtvær.  „Kannski kaupi ég mér íbúð“ sagði vinningshafinn þegar hann var inntur eftir því hvort hann sé farinn að láta hugann reika um ráðstöfun á vinningnum „en svo verður maður nú að leyfa sér eitthvað skemmtilegt líka“ sagði hann ennfremur.

Íslensk getspá óskar þessum heppna vinningshafa innilega til hamingju og minnir á að með því að kaupa miða er alltaf möguleiki á vinningi.