Lottóleikir » Heppinn áskrifandi vann 35.9 milljónir í Lottó

Til baka í listaHeppinn áskrifandi vann 35.9 milljónir í Lottó
Lottó-fréttir

Einn heppinn áskrifandi var með allar tölurnar réttar að þessu sinni og fær hann 35.905.590 krónur í vinning. Þrír voru með fjórar tölur réttar auk bónustölunnar og fá þeir rúmlega 172 þúsund króna vinning hver, allir miðarnir voru keyptir á lotto.is.

Átta voru með fjórar réttar tölur í réttri röð í Jókernum og hlýtur hver þeirra 100 þúsund krónur í vinning. Miðarnir voru keyptir í N1 Fossvogi, N1 Selfossi, Hagkaup á Akureyri, á lotto.is og 4 í áskrift.