Lottóleikir » Lottó 5/40 - Tveir með 1. vinning!

Til baka í listaLottó 5/40 - Tveir með 1. vinning!
Lottó-fréttir

Tveir heppnir lottóspilarar voru með allar tölurnar réttar að þessu sinni og skipta því með sér 1. vinningi og fær hvor um sig tæpar 36 milljónir í sinn hlut. Miðarnir voru keyptir í Snælandi Núpalind í Kópavogi og Samkaup Strax á Flúðum. Þrír skiptu  bónusvinningnum á milli sín og fær hver þeirra 278.630 krónur. Einn miðinn var keyptur í Samkaup Strax í Stigahlíð, Reykjavík en hinir tveir voru keyptir á lotto.is

Tveir voru með allar Jókertölurnar fimm í réttri röð og fá þeir 2 milljónir í vinning, annar miðinn var keyptur í Shellskálanum í Hveragerði en hinn á N1 á Selfossi.

Fimm voru með fjórar réttar tölur í Jókernum og hlýtur hver þeirra 100 þúsund krónur í vinning. Miðarnir voru keyptir í Olís í Garðabæ, Mini Market í Reykjavík, Olís í Álfheimum, lotto.is og einn var í áskrift.