Lottóleikir » Vann tvisvar í sama Lottó útdrætti

Til baka í listaVann tvisvar í sama Lottó útdrætti
Lottó-fréttir

Seinni vinningshafinn úr þar síðasta Lottó útdrátti skilaði sér á föstudaginn, miðinn var keyptur í Snælandi Núpalind. Fullorðin hjón úr Kópavogi komu með hann, brosandi og glöð.  Eiginmaðurinn hafði farið í Snæland í gær og í þetta sinn til að kaupa Vikinglottómiða og bað um að láta skoða Lottómiðann í leiðinni, vissi ekki að á honum leyndist þessi fíni vinningur upp á rétt tæplega 36 milljónir.  Og við fréttirnar steingleymdi hann að kaupa sér Vikinglotto, þvílík var geðshræringin.  Þeim fannst alveg merkilegt að hafa unnið allar þessar milljónir og töldu sig nú ekkert hafa við þær að gera og ætla að leyfa börnunum sínum að njóta vinningsins með sér.

Fyrir utan tvo risavinninga í Lottó voru tveir miðar með allar réttar tölur og í réttri röð í Jóker og þar með vinninga upp á 2 milljónir hvor.  Annar miðinn var keyptur í Skeljungi í Hveragerði en hinn í N1 á Selfossi. Það sem er kannski merkilegast við þessa miða er að sami aðili keypti báða miðana, fyrst í Hveragerði og svo skrapp hann til Selfoss og keypti annan miða þar, bara til að vera viss. Vinningshafinn fékk því samtals 4 milljónir króna. Hann notar alltaf sömu Jókertölurnar sem reyndust honum svona glimrandi vel í þetta skiptið.

Íslensk Getspá óskar vinningshöfunum til hamingju og þakkar kærlega þann ómetanlega stuðning sem þátttakendur í Lottó sýna öryrkjum og íþróttastarfi í landinu.