Lottóleikir » Lottó - 51,7 milljón í Hagkaup á Akureyri

Til baka í listaLottó - 51,7 milljón í Hagkaup á Akureyri
Lottó-fréttir

Það vænkaðist hagur margra sem keyptu sér miða í 5falda lottópottinum og höfðu heppnina í sínu liði.  Fyrstan skal telja þann lang heppnasta sem keypti miðann sinn í Hagkaup á Akureyri en hann var aleinn með allar tölurnar réttar og vann hvorki meira né minna en 51,7 milljónir króna.  Næstan skal telja áskrifandann sem var forsjáll þegar hann setti tölurnar sínar í áskrift að taka Jókerinn með, sá ljúfi gleðigjafi færði eiganda sínum tvær milljónir króna í vinning.  

Tveir skiptu á milli sín bónusvinningnum og hlutu þeir rúmlega 330 þúsund krónur, annar miðinn var keyptur í Vitanum á Laugavegi en hinn á heimasíðunni okkar lotto.is.  Jókerinn gladdi fleiri en þrír voru með fjórar réttar tölur í Jóker og fyrir það fá þeir 100 þúsund kall í vasann, einn miðinn er í áskrift, einn var keyptur á lotto.is og sá síðasti í Videomarkaðnum við Hamraborg í Kópavogi.  Þar að auki hlutu rúmlega 8500 miðaeigendur vinninga í þessum útdrætti.