Lottóleikir » Geta þakkað vinum sínum vinninginn

Til baka í listaGeta þakkað vinum sínum vinninginn
Lottó-fréttir

Hinir heppnu vinningshafar frá því í 5falda lottópottinum um síðustu helgi eru búnir að gefa sig fram.  Þau voru gestkomandi á norðurlandinu,  stödd á Fiskidögum á Dalvík og ákváðu að skreppa til Akureyrar á föstudeginum til að versla „eitthvað gott á grillið“ ásamt vinahjónum.  Hagkaup  varð fyrir valinu og þegar kvöldmatnum var reddað ákváðu vinahjónin að kaupa lottó og okkar kona ákvað í kjölfarið að smella sér á einn miða. 

Og það varð hinn eini sanni vinningsmiði sem færði þeim hjónum rúmlega 51,7 milljónir króna, skattfrjálst.  Til hátíðabrigða ætla þau að skella sér á Bæjarins bestu og fá sér tvær pylsur með öllu og kók – annað er ekki búið að ákveða enda nægur tími til þess.  Þessum nýjustu lottóvinningshöfum er óskað innilega til hamingju með þennan glæsilega vinning.