Lottóleikir » Lottó 25. ágúst - tveir með 2 milljónir í Jóker

Til baka í listaLottó 25. ágúst - tveir með 2 milljónir í Jóker
Lottó-fréttir

Enginn var með allar tölur réttar í útdrætti vikunnar og verður 1. vinningur því þrefaldur næsta laugardag.  Tveir skiptu með sér tvöföldum bónusvinningi og hlýtur hvor um sig rúmlega 320 þúsund krónur, annar keypti miðan á lotto.is en hinn er í áskrift.  Tveir spilarar sem báðir keyptu sér miða hjá N1, annar á Ísafirði en hinn á Hvolsvelli og voru svo klókir að taka Jókerinn með sjá svo sannarlega ekki eftir því.  Þeir voru með allar Jókertölurnar réttar og í réttri röð og fá því tvær milljónir í vinning, hvor um sig.  Að lokum voru þrír með fjórar réttar tölur í réttri röð í Jóker og fá þeir 100 þúsund kall í vinning, annar keypti miðann hjá N1 í Reykjanesbæ en hinn hjá N1 á Selfossi.  Sá þriðji fór í Prinsinn í Mjódd í Reykjavík og keypti miðann sinn þar.