Lottóleikir » Stefnir í þrefaldan pott í Lottó

Til baka í listaStefnir í þrefaldan pott í Lottó
Lottó-fréttir

Engin var með 1. vinning í Lottó í kvöld og því stefnir í þrefaldan pott næsta laugardag! Fjórir miðahafar voru þó með bónusvinninginn og fær hver þeirra rúmlega 94 þúsund krónur í vinning. Miðarnir voru keyptir í Happahúsinu Kringlunni, Euro Market á Smiðjuvegi, Mini Market Drafnarfelli og sá síðasti var í áskrift.

Sex miðahafar hljóta 2. vinning í Jóker í kvöld og fá því 100 þúsund krónur í sinn hlut. Fimm miðahafanna eru í áskrift en einn miðanna var keyptur á N1, Ísafirði.