Lottóleikir » Lottó - 4faldur pottur næst!

Til baka í listaLottó - 4faldur pottur næst!
Lottó-fréttir

Það stefnir í fjórfaldan Lottó pott næsta laugardag þar sem 1. vinningur gekk ekki út að þessu sinni. Tveir miðahafar voru þó með bónusvinninginn og fær hvor þeirra rúmlega 240 þúsund krónur í vinning. Miðarnir voru keyptir í Skalla Hraunbæ í Reykjavík og Holtanesti í Hafnarfirði.

Sex miðahafar voru með fjórar réttar tölur í réttri röð í Jókernum og hljóta þeir 100 þúsund krónur í vinning hver. Miðarnir voru keyptir í Vitanum, Laugavegi í Reykjavík, Siglósport á Siglufirði, Olís, Esjubraut á Akranesi, 10-11, Austurstræti í Reykjavík, N1, Skógarseli í Reykjavík og einn miðinn er í áskrift.

Heildarfjöldi vinningshafa í þessum útdrætti var 5.621.