Lottóleikir » Ný Lottóvél og nýr bakgrunnur

Til baka í listaNý Lottóvél og nýr bakgrunnur
Lottó-fréttir

Á morgun, laugardaginn 15. desember, verður splunkuný útdráttarvél fyrir Lottó tekin í notkun ásamt nýjum lottókúlum og nýju útliti í bakgrunni og grafík. Lotta, eins og vélin gjarnan er kölluð, er sú fimmta í röðinni frá því lottóið byrjaði á Íslandi sem var í nóvember 1986 og er sú allra fullkomnasta sem völ er á.

Síðasta vél hefur verið í notkun frá árinu 2009 en öryggiskröfur gera ráð fyrir að skipta þurfi um búnað á 8-9 ára fresti.

Hver veit nema þessi Lotta eigi eftir að færa þér fullt af milljónum.