Lottóleikir » 1. vinningur gekk út í Lottó

Til baka í lista1. vinningur gekk út í Lottó
Lottó-fréttir

Einn heppinn miðahafi var með allar fimm lottótölur kvöldsins réttar og hlýtur rúmlega 41 milljón króna í 1. vinning. Miðinn var keyptur á Veganesti N1, Hörgárbraut á Akureyri. Þá voru sex miðhafar með bónusvinninginn og fá rúmlega 100 þúsund krónur í sinn hlut. Miðarnir voru keyptir í Happahúsinu Kringlunni, Hagkaup Smáralind, Álfinum í Kópavogi, N1 Lækjargötu í Hafnarfirði og tveir þeirra voru keyptir á heimasíðu okkar, lotto.is.

Enginn var með 1. vinning í Jóker en þrír miðahafar hlutu 2. vinning. Tveir þeirra eru í áskrift og einn keypti miðann á lotto.is og fá þeir 100 þúsund krónur fyrir.