Lottóleikir » Kyssti miðann og vann 41 milljón!

Til baka í listaKyssti miðann og vann 41 milljón!
Lottó-fréttir

Það var heldur betur hress vinningshafi sem kom á skrifstofu Getspár í vikunni til að sækja rúmlega 41 milljóna króna vinninginn sinn. Sá heppni spilar alltaf í Lottó, er með miða í áskrift og kaupir auka miða ef potturinn er hár, sem og hann var síðastliðinn laugardag. Vinningshafinn bað barnabarn sitt að skreppa út að kaupa auka miða handa sér og tók það sérstaklega fram að kaupa einungsis hjá N1 Veganesti, Hörgárbraut á Akureyri.

Eftir að hafa keypt miðann ákvað barnabarnið og vinningshafinn að kyssa miðann með von um sérstaka lukku, það virðist hafa skilað tilætluðum árangri því miðinn innihélt fyrsta vinning kvöldsins, 41.340.690 skattfrjálsar krónur!

Íslensk Getspá óskar vinningshafanum innilega til hamingju