Lottóleikir » 7faldur Lottópottur í sjöunda sinn

Til baka í lista7faldur Lottópottur í sjöunda sinn
Lottó-fréttir

Lottópotturinn á laugardaginn er 7faldur og stefnir í 100 milljónir. En það er ekki á hverjum degi sem potturinn gengur ekki út í svona margar vikur í röð. Síðasti 7faldi potturinn var í ágúst 2017 og er þetta aðeins í sjöunda skiptið í sögunni sem potturinn verður 7faldur, jafnframt er þetta lang hæsti 7faldi potturinn sem upp hefur komið.

Ef skoðuð er skipting vinninga á 7földum potti, þá hefur það gerst þrisvar sinnum að einn vinningshafi  fékk allan pottinn en hin þrjú skiptin  deildist  vinningurinn á 2 til 4 vinningshafa. Aðeins þrisvar sinnum hefur Lottópotturinn orðið 8faldur svo potturinn á laugardaginn stefnir í að vera fjórði stærsti Lottópotturinn hingað til. 

Hægt er að tryggja sér miða fram til kl 18:40 á laugardag á næsta sölustað, á netinu eða með nýja Lottó APP‘inu en það eru ekki bara heppnir Lottóspilarar sem njóta góðs af Lottóinu. Það er einnig mikilvæg tekjulind fyrir Íþrótta- og ungmennafélögin og öryrkja – og þar skiptir hver króna gríðarlega miklu máli.