Lottóleikir » Lottó - þrír með 1. vinning
Það voru þrír ljónheppnir miðaeigendur sem skiptu með sér 7falda Lottópottinum og fær hver þeirra rúmlega 34,5 milljónir króna. Einn keypti miðann sinn í Olís við Norðlingaholt í Reykavík en hinir voru keyptir á heimasíðunni okkar, lotto.is. Átta skiptu með sér bónusvinningnum og fær hver þeirra rúmlega 150 þúsund í vinning. Sex miðanna voru keyptir á lotto.is, einn í Lottó APPinu og einn í Videómarkaðnum í Kópavogi.
Níu miðaeigendur fengu góðan glaðning frá Jókernum, 100 þúsund kall fyrir fjórar réttar tölur, þeir miðar voru keyptir á eftirtöldum stöðum: Iceland við Arnarbakka í Reykjavík, Prinsinum við Þönglabakka í Reykjavík, Happahúsinu, Kringlunni í Reykjavík, einn var keyptur á Lottó APPinu, tveir á lotto.is og þrír eru með tölurnar sínar í áskrift.