Lottóleikir » Tveir með 2 milljónir í Jóker

Til baka í listaTveir með 2 milljónir í Jóker
Lottó-fréttir

Enginn var með allar fimm aðaltölurnar réttar og verður potturinn því tvöfaldur í næstu viku.  Tveir skiptu með sér bónusvinningnum og hlýtur hvor þeirra 360.630 krónur.  Tveir með með allar fimm tölurnar réttar og í réttri röð í Jóker og fá þeir 2ja milljóna króna vinning hvor, annar miðinn var keyptur í N1 við Ártúnshöfða en hinn á heimasíðunni okkar, lotto.is.  

Fjórir miðaeigendur fá 100 þúsund kall fyrir að vera með fjórar réttar Jókertölur í réttri röð; einn er með tölurnar sínar í áskrift, einn miðinn var keyptur á N1 við Ártúnshöfða, einn í Hagkaup á Akureyri og einn í Krambúð Selfoss.