Lottóleikir » Lottó - 3faldur næst - og einn með 2 milljónir í Jóker

Til baka í listaLottó - 3faldur næst - og einn með 2 milljónir í Jóker
Lottó-fréttir

Það stefnir í þrefaldan Lottó pott næsta laugardag þar sem 1. vinningur gekk ekki út að þessu sinni. Tveir heppnir miðahafar voru með bónusvinninginn og fá 211.230 krónur hvor. Annar miðinn var keyptur í Kjörbúðinni á Grundarfirði  en hinn miðinn er í áskrift.

Einn var með allar fimm tölurnar réttar í Jókernum og hlýtur hann 2 milljónir í vinning. Miðinn var keyptur á Lotto.is. Sex voru með fjórar réttar tölur í réttri röð í Jóker og fá þeir 100 þúsund krónur hver. Miðarnir voru keyptir í Vídeómarkaðinum í Hamraborg, N1 á Selfossi, Lotto-appinu, tveir á Lotto.is og einn miðinn er í áskrift.

Heildarfjöldi vinningshafa var 5.336.