Lottóleikir » Heldur fast í hefðina

Til baka í listaHeldur fast í hefðina
Lottó-fréttir

Báðir vinningshafarnir sem skiptu með sér 5falda Lottópottinum um síðustu helgi hafa gefið sig fram við Íslenska getspá.  Annar miðinn var keyptur í Krambúðinni í Firðinum, Hafnarfirði en hinn var keyptur í Lottó appinu og færðu þeir eigendum sínum rúmlega 30,2 milljónir - á mann. 

Ungur fjölskyldufaðir sem keypti miðann sinn í Lottó appinu sagði tilhugsunina við að geta greitt upp lánin sín og þá sérstaklega húsnæðislánið væri virkilega góða. Óskemmtileg veikindi hefðu verið að ganga á heimilinu yfir síðustu helgi en það var fljótt að gleymast eftir að fjölskyldan uppgötvaði vinninginn í appinu. 

Það var svo eldri maður sem var heldur betur glaðhlakkalegur þegar hann kom til Getspár ásamt dóttur sinni og 21. barnabarni en meðferðis var einnig vinningsmiðinn góði sem var keyptur í Krambúðinni í Firðinum, Hafnarfirði. Maðurinn er dyggur lottóspilari og spilar alltaf með sömu tölurnar sem hann merkir sjálfur á miðann með blýanti enda mikið fyrir að halda í hefðina þegar kemur að Lottóinu.

Starfsfólk Getspár óskar þessum heppnu vinningshöfum innilega til hamingju með þessa glæsilegu vinninga og þakkar um leið veittan stuðning sem skiptir gríðarlega miklu máli fyrir öryrkja, íþrótta- og ungmennafélögin í landinu þar sem þau njóta góðs af sölu Lottós.