Lottóleikir » Lottó - 1. vinningur til Akureyrar

Til baka í listaLottó - 1. vinningur til Akureyrar
Lottó-fréttir

Viðskiptavinur sem lagði leið sína í Hagkaup á Akureyri hafði lukkudísirnar í sínu liði þegar hann verslaði sér lottómiða en miðinn góði var sá eini með allar tölurnar réttar í útdrætti vikunnar.  Eigandi hans er núna 8,4 milljónun króna ríkari, ekki amalegt að fá þvílíka búbót svona rétt fyrir jólin.  Tveir skiptu mér sér bónusvinningnum og hlýtur hvor þeirra rúmlega 185 þúsund krónur, annar miðinn er í áskrift en hinn var keyptur í N1 á Húsavík.  

Fimm miðaeigendur voru með 2. vinning í Jóker og fá þeir 100 þúsund hver í vinning, miðarnir voru keyptir á eftirtöldum stöðum; Hagkaup við Furuvelli á Akureyri, Olís við Gullinbrú í Reykjavik, Skálanum í Sandgerði, Olís við Tryggvabraut á Akureyri og einn keypti sér miða á lotto.is.