Lottóleikir » Áskrifandi hlýtur 1. vinning í Lottó

Til baka í listaÁskrifandi hlýtur 1. vinning í Lottó
Lottó-fréttir

Einn heppinn áskrifandi að Lottó hreppti 1. vinninginn í kvöld og hlýtur rúmlega 18 milljónir króna í vinning. Þá var einn miðahafi með bónusvinninginn og fær rúmlega 421 þúsund krónur fyrir. Miðinn var keyptur í Holtanesti, Hafnarfirði.

Enginn var með 1. vinning í Jóker í kvöld en fimm voru þó með 2. vinning og hljóta 100 þúsund krónur hver. Þrír vinningshafanna eru í áskrift, einn miðanna var keyptur hér á lotto.is og sá fimmti í Versluninni Rangá, Reykjavík.