Lottóleikir » 1. vinningur í N1 við Bíldshöfða

Til baka í lista1. vinningur í N1 við Bíldshöfða
Lottó-fréttir

Það var stálheppinn viðskiptavinur sem lagði leið sína í N1 við Bíldshöfða í Reykjavík og keypti sér 10 raða lottómiða.  Það reyndist svo sannarlega vera lukkumiði því að hann færir eiganda sínum vinning upp á 79.441.220 krónur.  Fjórir skiptu hins vegar á milli sín bónusvinningnum og fær hver þeirra rúmlega 227 þúsund kall í vasann, tveir miðanna voru keyptir í Reykjanesbæ, annar í Ungo við Hafnargötu en hinn í Olís við Vatnsnesveg.  Einn var keyptur í Appinu og einn á lotto.is 

 

 

Enginn var með 1. vinning í Jóker en fjórtán miðaeigendur voru með 2. vinning og fá þeir 100 þúsund krónur hver, miðarnir vorur keyptir á eftirtöldum stöðum; Kvikk, Skagabraut á Akranesi, Kjarval á Hellu, Iceland við Engihjalla í Kópavogi, Mosó grill í Mosfellsbæ.  Fimm keyptu miðana sína á vefnum okkar lotto.is, tveir í Appinu og þrír eru með miðana sína í áskrift.