Lottóleikir » Einn með 1. vinning í Lottó!

Til baka í listaEinn með 1. vinning í Lottó!
Lottó-fréttir

Einn heppinn miðahafi fær rúmlega 32 milljónir króna í vinning í Lottó í kvöld en sá heppni keypti miðann sinn á N1 í Skógarseli 10 í Reykjavík. Þá voru þrír miðahafar með bónusvinninginn og hlýtur hver þeirra rétt tæplega 200 þúsund krónur í sinn hlut. Miðarnir voru keyptir á N1 á Hringbraut 12 í Reykjavík, Krambúðinni í Firði í Hafnarfirði og á heimasíðu okkar, lotto.is.

Tíu voru með fjórar réttar tölur í réttri röð í Jóker og fá þeir 100 þúsund krónur hver. Miðarnir voru keyptir á N1 á Héðinsbraut 2 á Húsavík, Hamraborg ehf á Hafnarstræti 7 á Ísafirði, Íslenskri Getspá á Engjavegi 6 í Reykjavík, Söluskálanum Björk á Austurvegi 10 á Hvolsvelli, Krambúðinni á Byggðavegi 98 á Akureyri, á heimasíðu okkar lotto.is, í Lottó-appinu og tveir eru í áskrift.

Heildarfjöldi vinningshafa var 6.836.