Lottóleikir » Lottó - 1. vinningur í Fljótin
Til baka í listaLottó - 1. vinningur í Fljótin
Lottó-fréttir
Það var stálheppinn viðskiptavinur hjá versluninni Ketilás í Fljótum sem smellhitti á allar tölur vikunnar og hlýtur óskiptan 1. vinning sem var upp á rúmlega 9,1 milljón. Fimm skiptu með sér bónusvinningnum og hlýtur hver þeirra rétt rúmlega 80 þúsund í vinning, þrír miðanna eru í áskrift, einn var keyptur á heimasíðunni okkar lotto.is og einn í Fjarðarkaupum í Hafnarfirði. Það voru einnig fimm vinningshafar með 2. vinning í Jóker og fá þeir 100 þúsund kall í vasann, fjórir miðanna eru í áskrift og einn var keyptur í Lukku Láka í Mosfellsbæ.