Lottóleikir » Tveir með 1. vinning í Lottó!

Til baka í listaTveir með 1. vinning í Lottó!
Lottó-fréttir

Tveir stálheppnir miðahafar skipta með sér 1. vinningi í útdrætti kvöldsins og hlýtur hvor þeirra rúmlega 40 milljónir króna í vinning. Miðarnir voru keyptir á N1, Bíldshöfða í Reykjavík og á heimasíðu okkar, lotto.is

Tveir miðahafar voru með bónusvinninginn og hlýtur hver þeirra rúmlega 544 þúsund krónur í vinning. Miðarnir voru keyptir á N1, Kaupvangi 5 á Egilsstöðum og Söluskálanum Björk, Austurvegi 10 á Hvolsvelli.

Einn miðahafi var með allar tölur réttar í réttri röð í Jóker og hlýtur hann 2 milljónir króna í vinning. Miðinn var keyptur á heimasíðu okkar, lotto.is.

10 voru með fjórar réttar tölur í réttri röð í Jókernum og fá þeir 100 þúsund krónur hver í vinning. Miðarnir voru keyptir í Happahúsinu, Kringlunni í Reykjavík, tveir miðar í Jolla, Helluhrauni 1 í Hafnarfirði, fjórir miðar á heimasíðu okkar, lotto.is, tveir miðar í Lottó appinu og einn miði er í áskrift.

Heildarfjöldi vinningshafa var 13.774.

Nánari úrslit