Lottóleikir » Hefur unnið Lottópottinn tvisvar á þremur árum

Til baka í listaHefur unnið Lottópottinn tvisvar á þremur árum
Lottó-fréttir

Sunnlendingur einn skráði sig í sögubækurnar sem einn heppnasti Íslendingur síðari tíma þegar hann reyndist vera einn með allar tölurnar réttar í Lottóinu – í annað skipti á rúmum þremur árum!

Í þetta skipti færðu heilladísirnar þessum lukkulega spilara rúmar 10 skattfrjálsar milljónir króna á miða sem keyptur var á lotto.is. Maðurinn segist hafa valið sömu tölur um skeið eftir að hafa fyllst sérstakri tilfinningu þegar hann fékk þær í sjálfvali á sínum tíma. Það hugboð skilaði sínu svo sannarlega um síðustu helgi og greinilegt að hjá sumu fólki ríður heppnin ekki við einteyming!

„Við sjáumst svo aftur eftir þrjú ár“, sagði sá heppni og brosti þegar hann kvaddi höfuðstöðvar Íslenskrar getspár eftir að hafa fengið vinninginn staðfestan í vikunni. Og hver veit? Það getur jú allt gerst í Lottóinu.

Starfsfólk Getspár/Getrauna óskar vinningshafanum innilega til hamingju og þakkar um leið veittan stuðning sem skiptir gríðarlega miklu máli fyrir öryrkja, íþrótta- og ungmennafélögin í landinu þar sem þau njóta góðs af sölu Lottó.