Lottóleikir » Lottó - 1. vinningur í N1 á Bíldshöfða

Til baka í listaLottó - 1. vinningur í N1 á Bíldshöfða
Lottó-fréttir

Það var viðskiptavinur í N1 á Bíldshöfða í Reykjavík sem hafði lukkudísirnar í sínu liði þegar hann var einn með 1. vinning og hlýtur rúmlega 9,4 milljónir.  Tveir skiptu með sér bónusvinningnum og fær hvor þeirra rúmlega 207 þúsund, annar miðinn er í áskrift en hinn keyptur í Appinu. 

Einn var með 1. vinning í Jóker og fær hann 2 milljónir, miðinn var keyptur í Appinu.   Þar að auki voru 8 miðaeigendur með 2. vinning í Jóker og fá 100 þúsund kall.  Miðarnir voru keyptir á eftirtöldum stöðum; Olís við Esjubraut á Akranesi, N1 við Bíldshöfða í Reykjavík, lotto.is, Appinu og fjórir miðanna eru í áskrift.