Lottóleikir » Breytingar á Lottó leiknum

Til baka í listaBreytingar á Lottó leiknum
Lottó-fréttir

Eftirfarandi breytingar taka gildi í dag í Lottó leiknum. Í fyrsta lagi fjölgar tölunum um tvær, úr 40 í 42 og verður leikurinn því Lottó 5/42 í stað Lottó 5/40. Í öðru lagi  verður einum vinningsflokki bætt við sem er vinningur fyrir 3 réttar tölur og bónustölu og í þriðja lagi hækkar röðin úr 130 krónum í 150 krónur.
Íslensk getspá hóf rekstur á Lottó 5/32 árið 1986. Leiknum var breytt árið 1988 í 5/38 og hélst hann óbreyttur í 20 ár eða til ársins 2008 þegar honum var breytt í Lottó 5/40. Nú, fjórtán árum síðar, breytist leikurinn í 5/42. Breytingarnar fylgja mannfjöldaþróun á Íslandi,  árið 1986 var íbúafjöldi 242 þúsund manns en í ár er hann um 376 þúsund manns.
Verð á lottóröð hækkaði síðast árið 2013 og hefur þannig haldist óbreytt í 9 ár.

Lottó er leikur allra Íslendinga og sem slíkur þarf hann að vaxa og dafna í takt við fjölgun þjóðarinnar. Þetta veltur nefnilega allt á ákveðnu jafnvægi; að algengustu vinningarnir séu ekki of litlir og að reglulega safnist upp þessir margföldu pottar sem við látum okkur öll dreyma um.