Lottóleikir » Lottó - 2faldur næst!

Til baka í listaLottó - 2faldur næst!
Lottó-fréttir

Á síðasta degi ársins var enginn með 1. vinning í Lottó útdrættinum og fer hann því tvöfaldur inn í nýtt ár. Einn heppinn miðaeigandi var með 2. vinning og fær hann rúmar 490 þúsund krónur. Miðahafinn er í áskrift.

Eins var enginn með 1. vinning í Jóker útdrættinum en sjö miðahafar voru með 2. vinning og fær hver þeirra 100 þúsund krónur í sinn vasa. Miðarnir voru keyptir í Gullnesti í Reykjavík, Lottó appinu, lotto.is og fjórir voru í áskrift.

Við óskum ykkur gleðilegs nýs árs.