Lottóleikir » Lottó 5/42 - Tveir með fyrsta vinning!
Til baka í listaLottó 5/42 - Tveir með fyrsta vinning!
Lottó-fréttir
Tveir miðaeigendur skiptu sexföldum Lottópotti á milli sín og fær hvor þeirra rúmar 54 milljónir króna. Annar miðinn var keyptur hjá N1 v/Ártúnshöfða í Reykjavík, en hinn í Lottó-appinu. Sex voru með bónusvinningin og fá þeir 238.100 krónur hver. Miðarnir voru keyptir í Olís v/Tryggvabraut á Akureyri, Bensínsölunni Kletti í Vestmannaeyjum, Lottó-appinu, á lotto.is og tveir eru í áskrift.
Þá var einn með allar Jókertölurnar réttar - og í réttri röð - og fær hann 2 milljónir króna fyrir það. Miðinn góði er í áskrift. Fjórir voru svo með 2. vinning í Jóker og fær hver þeirra 100 þúsund í sinn hlut. Einn miðanna er í áskrift, en hinir voru keyptir í Esjuskálanum á Kjalarnesi, Krambúðinni á Laugarvatni og á lotto.is.