Lottóleikir » Lottó 15. apríl - Einn með fyrsta vinning!

Til baka í listaLottó 15. apríl - Einn með fyrsta vinning!
Lottó-fréttir

Heppinn miðaeigandi var einn með 1. vinning í Lottó útdrætti kvöldsins og hlýtur hann því rúmlega 21 milljón króna í sinn hlut. Miðinn var keyptur á heimasíðu okkar, lotto.is. Eins var heppnin með öðrum miðaeiganda sem hreppti bónusvinninginn og fær hann rúmar 990 þúsund krónur í vinning. Sá miði var einnig keyptur á heimasíðu okkar, lotto.is. 

 

Enginn var með allar tölur réttar í réttri röð í Jóker kvöldsins en átta miðahafar voru með 2. vinning og fær hver þeirra 100 þúsund krónur í sinn hlut.

Þrír miðanna eru í áskrift, einn miðinn var keyptur í Lottó appinu, tveir miðanna voru keyptir í Olís í Álfheimum og síðustu tveir miðarnir voru keyptir í Lukku Láka í Mosfellsbæ og í Aðal-braut í Grindavík.