Lottóleikir » Lottó 5/42 - Einn með fyrsta vinning!
Ljónheppinn áskrifandi var einn með 1. vinning í Lottó útdrætti kvöldins og fær hann tæpar 22 milljónir í vasann. Þrír miðaeigendur skiptu með sér bónusvinningnum og hlýtur hver þeirra rétt tæpar 180.000 þúsund krónur. Miðarnir voru keyptir á Bifreiðarstöð Oddeyrar við Strandgötu á Akureyri, í Holtanesti í Hafnarfirði og einn miðanna er í áskrift.
Einn heppinn miðahafi var með allar tölur réttar og í röð í Jókernum og fær hann tvær milljónir í vinning en miðinn var keyptur á N1, Ártúnshöfða. Þá voru níu miðahafar með 2. vinning og fær hver þeirra 100.000 krónur. Miðarnir voru keyptir í Happahúsinu í Kringlunni, Olís við Tryggvabraut á Akureyri, í sölukassa Íslenskrar getspár á Engjavegi, Lotto appinu, tveir miðar á vef okkar lotto.is og þrír miðanna eru í áskrift.