Lottóleikir » Lottó - þrefaldur næst!
Til baka í listaLottó - þrefaldur næst!
Lottó-fréttir
Lottópotturinn verður þrefaldur næsta laugardag þar sem enginn var með allar tölur réttar í útdrætti kvöldsins. Bónusvinningurinn gekk heldur ekki út að þessu sinni.
Einn miðahafi var með allar tölur réttar og í réttri röð í Jókernum og fær hann tvær milljónir króna í sinn hlut. Miðann góða keypti hann í Fjarðarkaup í Hafnarfirði. Þá voru tveir með 2. vinning og fær hvor þeirra 100 þúsund krónur í vinning. Annar miðinn er í áskrift og hinn miðinn var keyptur í Vikivaka á Laugarvegi.