Lottóleikir » Lottó - tveir með 1. vinning!

Til baka í listaLottó - tveir með 1. vinning!
Lottó-fréttir

Það voru tveir stálheppnir miðaeigendur sem voru með 1. vinning í útdrætti kvöldsins og fær hvor þeirra rúmar 17 milljónir í sinn hlut. Annar miðinn var keyptur í Happahúsinu, Kringlunni í Reykjavík og hinn miðinn er í áskrift. Tveir áskrifendur skipta svo með sér bónusvinningnum og fá rúmlega 786 þúsund krónur hvor.

Enginn var með allar tölur réttar í réttri röð í Jóker kvöldsins en fimm voru með 2. vinning og fá 100 þúsund krónur hver. Miðarnir voru keyptir í Mini Market í Hafnarfirði, Baulunni í Borgarnesi, Ísseli í Kópavogi og tveir miðar eru í áskrift.

Heildarfjöldi vinningshafa var 7.701.