Lottóleikir » Lottó 5/42 - Einn með fyrsta vinning!

Til baka í listaLottó 5/42 - Einn með fyrsta vinning!
Lottó-fréttir

Ljónheppinn miðaeigandi var einn með allar tölur réttar í Lottó útdrætti kvöldsins og heldur því pottinum alveg fyrir sig og fær rúmar 35,2 milljónir í sinn vasa. Miðinn er í áskrift. Eins var einn með bónusvinninginn og fær hann rúmar 1,1 miljón í sinn vasa. Miðinn var keyptur í Vídeómarkaðinum í Hamraborg Kópavogi.

Enginn var með allar tölur réttar í réttri röð í Jóker útdrætti kvöldsins en hins vegar voru það tveir miðaeigendur sem voru með 2. vinning og fá þeir sínar 100 þúsund krónar í vinning.  Miðarnir voru annars vega í áskrift og hinn keyptur í Lukku láka, Mosfellsbæ.