Lottóleikir » Fréttir

 • Lottó - 2faldur næst !
  Lottó-fréttir

  Enginn var með allar aðaltölurnar réttar og verður 1. vinningur því tvöfaldur í næstu viku.  Fimm skiptu með sér bónusvinningnum og hlýtur hver um sig rúmlega 51.900 krónur, einn miðinn var keyptur í Kletti í Vestmannaeyjum, einn á lotto.is og fjórir eru í áskrift. 

 • Dreymdi fyrir 36 milljóna Lottó vinning
  Lottó-fréttir

  Vinningsmiði í Lottó var keyptur á Flúðum en miðann keypti kona á besta aldri sem býr á höfuðborgarsvæðinu. Um helgina dreymdi hana að hafa unnið í Lottó og fór því á sölustað eftir helgina til að láta skoða miðann og var sagt að ekki væri hægt að greiða þetta á staðnum, upphæðin væri of há og hún þyrfti því að fara til Getspár til að fá þetta greitt.  Konan hafði áður fengið vinning upp á rúmlega 30 þúsund krónur og hélt að þetta væri eitthvað svipað og spáði ekkert í hvaða upphæð hún hafði unnið,  varð því verulega hissa þegar henni var heilsað innilega og boðið innfyrir við komuna.  Þá var henni tjáð að hún hefði unnið um 36 milljónir, konunni varð orðfall og það komu tár, þvílík var undrun hennar og gleði þegar hún var búin að meðtaka tíðindin.

 • Lottó 5/40 - Tveir með 1. vinning!
  Lottó-fréttir

  Tveir heppnir lottóspilarar voru með allar tölurnar réttar að þessu sinni og skipta því með sér 1. vinningi og fær hvor um sig tæpar 36 milljónir í sinn hlut. Miðarnir voru keyptir í Snælandi Núpalind í Kópavogi og Samkaup Strax á Flúðum. Þrír skiptu  bónusvinningnum á milli sín og fær hver þeirra 278.630 krónur. Einn miðinn var keyptur í Samkaup Strax í Stigahlíð, Reykjavík en hinir tveir voru keyptir á lotto.is

  Tveir voru með allar Jókertölurnar fimm í réttri röð og fá þeir 2 milljónir í vinning, annar miðinn var keyptur í Shellskálanum í Hveragerði en hinn á N1 á Selfossi.

 • Lottó 5/40 - Sexfaldur næst!
  Lottó-fréttir

  Lottópotturinn verður sexfaldur næsta laugardag þar sem enginn var með allar tölurnar réttar að þessu sinni. Tveir skiptu  bónusvinningnum á milli sín og fær hvor þeirra 341.610 krónur. Miðarnir voru keyptir í Söluskálanum Landvegamótum og á lotto.is 
  Sex voru með fjórar réttar tölur í Jókernum og hlýtur hver þeirra 100 þúsund krónur í vinning. Miðarnir voru keyptir N1 v/Leiruveg á Akureyri, Gullnesti, Gylfaflöt 1-3 í Reykjavík, Shellskálanum í Hveragerði, tveir hér á lotto.is og einn er í áskrift

 • Lottó - 5faldur næst!
  Lottó-fréttir

  Enginn var með allar tölurnar réttar að þessu sinni og verður potturinn fimmfaldur næsta laugardag. Fjórir skiptu  bónusvinningnum á milli sín og hlýtur hver þeirra 132.790 krónur. Miðarnir voru keyptir í Fjarðarkaupum, Hólshrauni, Hafnarfirði, tveir voru í áskrift og einn á Lotto.is Einn miðaeigandi var með allar Jókertölurnar fimm í réttri röð og fær hann 2 milljónir króna í vinning, en miðinn góði var í áskrift.

 • Lottó 5/40 - Fjórfaldur næst!
  Lottó-fréttir

  Engin var með allar tölurnar réttar að þessu sinni og verður potturinn fjórfaldur næsta laugardag. Tveir skiptu  bónusvinningnum á milli sín og hlýtur hvor þeirra 218.940 þúsund krónur. Annar miðanna var keyptur í Iceland, Arnarbakka 2-4 í Reykjavík, en hinn er í áskrift. Einn miðaeigandi var með allar Jókertölurnar fimm í réttri röð og fær hann 2 milljónir króna í vinning, en miðinn góði var keyptur í N1, Hafnarstræti 21 á Ísafirði. 

 • Lottó - 3faldur næst !
  Lottó-fréttir

  Enginn var með allar aðaltölur réttar og verður potturinn því 3faldur í næstu viku.  Einn var með bónusvinninginn og hlýtur hann rúmlega 340 þúsund í vinning, miðinn er í áskrift.  Þrír voru með fjórar réttar tölur í réttri röð í Jóker og fá þeir 100 þúsund kall í vinning, einn miðinn var keyptur í Baulunni í Borgarfirði, einn í Hagkaup á Akureyri og einn miðinn er í áskrift.

   

 • Úrslit í Lottó, 12. maí 2018
  Lottó-fréttir

  Það stefnir í tvöfaldan Lottó pott næsta laugardag þar sem 1. vinningur gekk ekki út í kvöld. Þrír miðahafar voru þó með bónusvinninginn og hlýtur hver þeirra rúmlega 105 þúsund krónur í vinning. Einn þriggja miðahafanna var í áskrift en hinir miðarnir voru keyptir á Kríu veitingasölu á Eskifirði og Olís básnum í Keflavík.

 • Vann 35,9 milljónir
  Lottó-fréttir

  Það var sérstaklega ánægjulegt fyrir starfsmenn Getspár að hringja í vinningshafann í Lottó síðasta laugardag.  Hann hafði ekki hugmynd um að hafa unnið, mundi ekki hvaða tölur hann hafði valið á fimm raða miðann sem hann hafði sett í áskrift á lotto.is í september síðastliðinn.  Þegar honum var tjáð að á þennan miða hafi hann unnið 35,9 milljónir króna, var hann sko alls ekki að trúa því.

 • Heppinn áskrifandi vann 35.9 milljónir í Lottó
  Lottó-fréttir

  Einn heppinn áskrifandi var með allar tölurnar réttar að þessu sinni og fær hann 35.905.590 krónur í vinning. Þrír voru með fjórar tölur réttar auk bónustölunnar og fá þeir rúmlega 172 þúsund króna vinning hver, allir miðarnir voru keyptir á lotto.is.