Lottóleikir » Fréttir

  • Hefur unnið Lottópottinn tvisvar á þremur árum
    Lottó-fréttir

    Sunnlendingur einn skráði sig í sögubækurnar sem einn heppnasti Íslendingur síðari tíma þegar hann reyndist vera einn með allar tölurnar réttar í Lottóinu – í annað skipti á rúmum þremur árum!

    Í þetta skipti færðu heilladísirnar þessum lukkulega spilara rúmar 10 skattfrjálsar milljónir króna á miða sem keyptur var á lotto.is. Maðurinn segist hafa valið sömu tölur um skeið eftir að hafa fyllst sérstakri tilfinningu þegar hann fékk þær í sjálfvali á sínum tíma. Það hugboð skilaði sínu svo sannarlega um síðustu helgi og greinilegt að hjá sumu fólki ríður heppnin ekki við einteyming!

  • Einn með 1. vinning í Lottó!
    Lottó-fréttir

    Það var heppinn miðahafi sem var einn með allar tölur réttar og fær fyrir það rúmar 10 milljónir króna í sinn hlut. Miðinn góði var keyptur á heimasíðu okkar, lotto.is.
    Enginn var með 1. vinning í Jóker í kvöld en sex voru með fjórar réttar tölur í réttri röð og hlýtur hver þeirra 100 þúsund krónur í vinning. Fjórir miðar voru í áskrift og tveir miðar voru keyptir í Lottó appinu.

    Heildarfjöldi vinningshafa var 5.437.

  • Svefnlaus helgi
    Lottó-fréttir

    „Oft er mann búið að dreyma um þetta og algjörlega magnað að þessi draumur sé nú orðinn að veruleika“ sagði Lottóvinningshafinn frá því um síðustu helgi.  Hann og fjölskylda hans duttu aldeilis í lukkupottinn þegar þau smelltu sér á miða í Lottóappinu góða, sem reyndist vera eini miðinn með allar tölurnar réttar og færði þeim u.þ.b. 55,5 skattfrjálsar milljónir í vinning. 
    Hjónin búa á landsbyggðinni og eiga þrjú börn, þau áttuðu sig á að þau væru með vinningsmiða en þorðu ekki að fagna fyrir en eftir að hafa fengið staðfestingu hjá starfsfólki Getspár.  Það var því ekki mikið sofið það sem eftir lifði helgarinnar, þvílík var spennan.

  • Lottó 1.maí - vinningsmiði upp á 55 milljónir keyptur í Lottó Appinu!
    Lottó-fréttir

    Stálheppinn miðahafi sem keypti miða sinn í Lottó appinu var einn með 1. vinning í útdrætti vikunnar og hlýtur fyrir það rúmar 55 milljónir króna.

    Sex miðahafar skiptu með sér bónusvinningnum og fá fyrir það rétt rúmar 135 þúsund krónur hver. Þrír miðanna voru keyptir á heimasíðu okkar lotto.is, einn miðinn var keyptur á Lottó appinu, einn í Euro market á Smiðjuvegi í Kópavogi og einn í N1 Ártúnshöfða í Reykjavík.

    Einn miðahafi var með allar tölur réttar í réttri röð í Jóker og hlýtur hann 2 milljónir króna í sinn hlut. Miðann keypti hann á heimasíðu okkar, lotto.is. 
    Þá voru fimm með fjórar réttar tölur í réttri röð og fá fyrir það 100 þúsund krónur hver. Þrír miðanna voru keyptir á heimasíðu okkar lotto.is og hinir tveir miðarnir voru keyptir á Lottó appinu. 

  • Úrslit í Lottó, 24. apríl
    Lottó-fréttir

    Lottó potturinn verður fjórfaldur í næstu viku þar sem 1. vinningur gekk ekki út í kvöld. Tveir miðahafar voru með bónusvinninginn og fá rúmlega 329 þúsund krónur hvor. Annar vinningshafinn er áskrifandi að Lottó en hinn vinningshafinn keypti miðann í Leirunesti á Akureyri.

    Enginn var með 1. vinning í Jóker í kvöld en fimm aðilar voru með fjórar tölur réttar í réttri röð og fá því 2. vinninginn. Miðarnir voru keyptir á N1 Ísafirði, Vídeómarkaðnum Hamraborg, í Lottó appinu og voru tveir í áskrift en hver vinningshafi fær 100 þúsund krónur í sinn hlut.

  • Lottó - 3faldur næst!
    Lottó-fréttir

    Enginn var með allar Lottótölurnar réttar í útdrætti vikunnar og verður potturinn því þrefaldur í næstu viku. Þrír heppnir miðahafar voru með bónusvinninginn og fær hver rúmar  172 þúsund krónur. Einn miðinn var í áskrift, einn á Lotto.is og einn í Lotto-appinu.

    Átta voru með fjórar réttar tölur í Jókernum og hlýtur hver þeirra 100 þúsund krónur í vinning. Miðarnir voru keyptir í Hagkaup, Akureyri, Happahúsinu, Kringlunni, Reykjavík, fimm voru í áskrift og einn á Lotto.is

  • Lottó 5/40 - Tvöfaldur næst!
    Lottó-fréttir

    Lottópotturinn verður tvöfaldur næsta laugardag þar sem enginn var með allar tölurnar réttar að þessu sinni. Fjórir skiptu með sér bónusvinningnum og hlýtur hver þeirra 111.260 kr. Þrír miðanna eru í áskrift en sá fjórði var keyptur í N1 á Blönduósi.
    Sex voru með fjórar réttar tölur í réttri röð í Jókernum og fá þeir 100 þúsund krónur hver í vinning. Tveir miðanna eru í áskrift, einn var keyptur hér á lotto.is, en hinir voru keyptir í Kaupfélagi V-Húnvetninga á Hvammstanga, Hagkaupum í Smáralind og Extra, Kaupangi á Akureyri

  • Einn með 1. vinning og einn með bónusvinning
    Lottó-fréttir

    Einn heppinn miðahafi, sem keypti miðann, á Olís Ánanaustum hreppti 1. vinning í Lottó í kvöld. Sá fær rúmlega 10,4 milljónir króna í sinn hlut. Það var svo á Olís í Mjódd sem bónusvinningshafinn keypti sinn miða og fær rúmlega 456 þúsund krónur í vinning.

    Enginn var með 1. vinning í Jóker en einn heppinn áskrifandi var með 2. vinninginn og hlýtur 100 þúsund krónur í vinning. Við minnum á að hægt er að gerast áskrifandi hér á lotto.is

  • Tveir með 1. vinning í Lottó!
    Lottó-fréttir

    Tveir stálheppnir miðahafar skipta með sér 1. vinningi í útdrætti kvöldsins og hlýtur hvor þeirra rúmlega 40 milljónir króna í vinning. Miðarnir voru keyptir á N1, Bíldshöfða í Reykjavík og á heimasíðu okkar, lotto.is

    Tveir miðahafar voru með bónusvinninginn og hlýtur hver þeirra rúmlega 544 þúsund krónur í vinning. Miðarnir voru keyptir á N1, Kaupvangi 5 á Egilsstöðum og Söluskálanum Björk, Austurvegi 10 á Hvolsvelli.

    Einn miðahafi var með allar tölur réttar í réttri röð í Jóker og hlýtur hann 2 milljónir króna í vinning. Miðinn var keyptur á heimasíðu okkar, lotto.is.

    10 voru með fjórar réttar tölur í réttri röð í Jókernum og fá þeir 100 þúsund krónur hver í vinning. Miðarnir voru keyptir í Happahúsinu, Kringlunni í Reykjavík, tveir miðar í Jolla, Helluhrauni 1 í Hafnarfirði, fjórir miðar á heimasíðu okkar, lotto.is, tveir miðar í Lottó appinu og einn miði er í áskrift.

    Heildarfjöldi vinningshafa var 13.774.

  • Lottó - fimmfaldur pottur næst!
    Lottó-fréttir

    Enginn var með allar tölur réttar í útdrætti vikunnar og verður potturinn því fimmfaldur í næstu viku.

    Fimm skiptu með sér bónusvinningnum og hlýtur hver þeirra tæpar 159 þúsund krónur . Miðarnir voru keyptir í Prinsinum Þönglabakka í Reykjavík, einn miðinn var í áskrift og þrír miðanna voru keyptir í Lottó appinu.

    Tveir heppnir miðahafar voru með allar tölur réttar í réttri röð í Jóker og hlýtur hvor þeirra 2 milljónir króna í vinning. Annar miðinn var keyptur í Fjarðarkaup í Hafnarfirði og hinn miðinn var keyptur í Hagkaup í Skeifunni í Reykjavík. 

    Þá voru sex miðahafar með fjórar réttar tölur í réttri röð og fá fyrir það 100 þúsund krónur hver. Miðarnir voru keyptir á N1 við Hringbraut í Reykjavík, Fjarðarkaup í Hafnarfirði, á N1 við Lækjargötu í Hafnarfirði, einn miðinn var í áskrift og tveir miðanna voru keyptir á heimasíðu okkar, lotto.is.