Lottóleikir » Fréttir

 • Úrslit í Lottó 22. september 2018
  Lottó-fréttir

  Engin var með 1. vinning í Lottó í kvöld og stefnir því í tvöfaldan pott í næstu viku. Bónusvinningurinn gekk heldur ekki út en einn miðahafi hlaut 2. vinning í Jóker og hlýtur 100 þúsund krónur í vinning. Sá heppni keypti miðann í Happahúsinu, Kringlunni.

 • Ung fjölskylda vann 51,1 milljón króna í Lottó !
  Lottó-fréttir

  Nýjustu lottó-milljónamæringarnir hafa gefið sig fram en það eru ungir foreldrar tveggja barna og búa þau á höfuðborgarsvæðinu.    Eftir að hafa komið börnunum í svefn sl. föstudagskvöld skrapp eiginmaðurinn út en frúin kom sér vel fyrir með tölvuna í kjöltunni og byrjaði að vafra um netið.  Sá þar auglýsingu um fimmfaldan Lottópott og ákvað að smella á lotto.is og  splæsa í tíu raða seðil.  Hún gaf sér góðan tíma, valdi tölurnar sjálf í nokkrar raðir en lét kerfið velja rest og það var einmitt ein af sjálf-völdu röðunum sem var með nákvæmlega sömu tölur og voru dregnar út á laugardaginn.  Og ekki nóg með það heldur var það eina röðin með þessum tölum og þar með fékk hún allan vinninginn sem nam rúmlega 51,1 milljón króna.  Eftir útdráttinn sá eiginmaðurinn að vinningsmiðinn hafði verið keyptur á lotto.is og því var töluverður spenningur að opna síðuna og skoða tölurnar og að þeirra sögn er lífið búið að vera einn rússíbani síðan.  

   

 • Lottó 5/40 - Einn með 1. vinning
  Lottó-fréttir

  Heppinn Lottóspilari var einn með allar tölurnar réttar að þessu sinni og fær hann rúmlega 51 milljón króna í sinn hlut, en potturinn var fimmfaldur. Vinningsmiðinn var keyptur hér á lotto.is. Einn hlaut bónusvinninginn sem var 626.870 kr. en miðinn góði var keyptur í Skalla, Hraunbæ 102 í Reykjavík.
  Tveir áskrifendur voru með allar Jókertölurnar fimm í réttri röð og fær hvor þeirra 2 milljónir í vinning. 

 • Fimmfaldur næst og einn með 1. vinning í Jóker
  Lottó-fréttir

  Lottópotturinn verður fimmfaldur næsta laugardag þar sem enginn var með allar tölurnar réttar að þessu sinni.  Fjórir skiptu bónusvinningnum á milli sín og fær hver þeirra 134.180 kr. Miðarnir voru keyptir í 10-11, Laugalæk, Reykjavík tveir á Lotto.is og einn í áskrift.

 • Lottó - 4faldur næst !
  Lottó-fréttir

  September hefst með hvelli því lottópottur vikunnar gekk ekki út og verður fjórfaldur í næstu viku og áætlað er að hann nálgist 40 milljónir.  Þrír skiptu með sér bónusvinningnum og fær hver um sig rúmlega 146 þúsund krónur, einn miðinn er í áskrift, annar var keyptur í Hagkaup í Smáralind og sá þriðji í Olís við Skúlagötu í Reykjavík.  

 • Lottó 25. ágúst - tveir með 2 milljónir í Jóker
  Lottó-fréttir

  Enginn var með allar tölur réttar í útdrætti vikunnar og verður 1. vinningur því þrefaldur næsta laugardag.  Tveir skiptu með sér tvöföldum bónusvinningi og hlýtur hvor um sig rúmlega 320 þúsund krónur, annar keypti miðan á lotto.is en hinn er í áskrift.  Tveir spilarar sem báðir keyptu sér miða hjá N1, annar á Ísafirði en hinn á Hvolsvelli og voru svo klókir að taka Jókerinn með sjá svo sannarlega ekki eftir því.  Þeir voru með allar Jókertölurnar réttar og í réttri röð og fá því tvær milljónir í vinning, hvor um sig.  Að lokum voru þrír með fjórar réttar tölur í réttri röð í Jóker og fá þeir 100 þúsund kall í vinning, annar keypti miðann hjá N1 í Reykjanesbæ en hinn hjá N1 á Selfossi.  Sá þriðji fór í Prinsinn í Mjódd í Reykjavík og keypti miðann sinn þar.

   

 • Úrslit í Lottó 18. ágúst 2018
  Lottó-fréttir

  Eftir 51 milljón króna vinning í síðustu viku var engin með allar tölur réttar í Lottó í kvöld. Því stefnir í tvöfaldan pott næsta laugardag en bónusvinningurinn gekk ekki heldur út.

  Þrír heppnir voru með 2. vinning í Jóker og fær hver 100 þúsund krónur í sinn hlut. Tveir miðahafanna voru í áskrift og var einn miði keyptur í Hólabúð, Reykhólahrepp.

 • Geta þakkað vinum sínum vinninginn
  Lottó-fréttir

  Hinir heppnu vinningshafar frá því í 5falda lottópottinum um síðustu helgi eru búnir að gefa sig fram.  Þau voru gestkomandi á norðurlandinu,  stödd á Fiskidögum á Dalvík og ákváðu að skreppa til Akureyrar á föstudeginum til að versla „eitthvað gott á grillið“ ásamt vinahjónum.  Hagkaup  varð fyrir valinu og þegar kvöldmatnum var reddað ákváðu vinahjónin að kaupa lottó og okkar kona ákvað í kjölfarið að smella sér á einn miða. 

 • Lottó - 51,7 milljón í Hagkaup á Akureyri
  Lottó-fréttir

  Það vænkaðist hagur margra sem keyptu sér miða í 5falda lottópottinum og höfðu heppnina í sínu liði.  Fyrstan skal telja þann lang heppnasta sem keypti miðann sinn í Hagkaup á Akureyri en hann var aleinn með allar tölurnar réttar og vann hvorki meira né minna en 51,7 milljónir króna.  Næstan skal telja áskrifandann sem var forsjáll þegar hann setti tölurnar sínar í áskrift að taka Jókerinn með, sá ljúfi gleðigjafi færði eiganda sínum tvær milljónir króna í vinning.  

 • Lottó 5/40 - Fimmfaldur næst!
  Lottó-fréttir

  Lottópotturinn verður fimmfaldur næsta laugardag þar sem enginn var með allar tölurnar réttar að þessu sinni.  Fjórir skiptu bónusvinningnum á milli sín og fær hver þeirra 134.070 kr., en miðarnir voru keyptir í Baulunni í Borgarfirði, N1 í  Skógarseli, 10/11, Suðurfelli 4 í Reykjavík og á lotto.is.
  Þrír voru með fjórar réttar tölur í Jókernum og hlýtur hver þeirra 100 þúsund krónur í vinning. Miðarnir voru keyptir í 10/11, Bústaðavegi 20, Happahúsinu í Kringlunni og hér á lotto.is