Lottóleikir » Fréttir

 • Lottó - fimmfaldur pottur næst!
  Lottó-fréttir

  Enginn var með allar tölur réttar í útdrætti vikunnar og verður potturinn því fimmfaldur í næstu viku.

  Fimm skiptu með sér bónusvinningnum og hlýtur hver þeirra tæpar 159 þúsund krónur . Miðarnir voru keyptir í Prinsinum Þönglabakka í Reykjavík, einn miðinn var í áskrift og þrír miðanna voru keyptir í Lottó appinu.

  Tveir heppnir miðahafar voru með allar tölur réttar í réttri röð í Jóker og hlýtur hvor þeirra 2 milljónir króna í vinning. Annar miðinn var keyptur í Fjarðarkaup í Hafnarfirði og hinn miðinn var keyptur í Hagkaup í Skeifunni í Reykjavík. 

  Þá voru sex miðahafar með fjórar réttar tölur í réttri röð og fá fyrir það 100 þúsund krónur hver. Miðarnir voru keyptir á N1 við Hringbraut í Reykjavík, Fjarðarkaup í Hafnarfirði, á N1 við Lækjargötu í Hafnarfirði, einn miðinn var í áskrift og tveir miðanna voru keyptir á heimasíðu okkar, lotto.is.

 • Fjórfaldur Lottó pottur næst
  Lottó-fréttir

  Enginn var með 1. vinning í Lottó í kvöld og því verður potturinn fjórfaldur í næstu viku. Fimm miðahafar voru þó með bónus vinninginn og fá rúmlega 134 þúsund krónur hver. Miðarnir voru keyptir á Olís Dalvík, tveir hér á lotto.is, einn í Lottó appinu og var einn miðahafinn í áskrift.

  Enginn var með allar tölur réttar í réttri röð í Jóker en fimm voru með 2. vinning og fá 100 þúsund krónur hver. Tveir miðanna voru keyptir í appinu, einn hér á lotto.is og tveir vinningshafar voru í áskrift. Við minnum á að hægt er að gerast áskrifandi hér á vefnum okkar, lotto.is.

 • Lottó - 3faldur næst!
  Lottó-fréttir

  Enginn var með allar Lottótölurnar réttar í útdrætti vikunnar og verður potturinn því þrefaldur í næstu viku. Sjö heppnir miðahafar voru með bónusvinninginn og fær hver rúmar 75 þúsund krónur í sinn hlut.

  Miðarnir voru keyptir Olís, Álfheimum, Reykjavík, Shellskálanum, Hveragerði, 3 í áskrift og 2 á Lotto.is

  Fimm voru með fjórar réttar tölur í Jókernum og hlýtur hver þeirra 100 þúsund krónur í vinning. Miðarnir voru keyptir í Iceland, Engihjalla, Kóp, Olís Hellu, 2 í áskrift og einn á Lottó-appinu.

 • Lottó 5/40 - Tvöfaldur næst!
  Lottó-fréttir

  Enginn var með 1. vinning í Lottó í kvöld og verður potturinn því tvöfaldur í næstu viku. Fjórir voru með bónusvinninginn og hlýtur hver þeirra rúmlega 106 þúsund krónur. Miðarnir voru keyptir í Extra, Hafnagötu 55 í Reykjanesbæ, Lukku Láka í Mosfellsbæ, Bitanum, Iðavöllum 14b í Reykjanesbæ og í Lottó appinu
  Fimm voru með fjórar réttar tölur í réttri röð í Jókernum og fá þeir 100 þúsund krónur hver í vinning. Tveir miðanna eru í áskrift, tveir voru keyptir hér á lotto.is og einn í appinu.

 • Smávinningur varð að þeim stóra
  Lottó-fréttir

  Báðir vinningshafarnir sem skiptu með sér tvöfalda Lottópottinum um síðustu helgi hafa gefið sig fram við Íslenska getspá. 

  Annar miðinn var keyptur í Snælandi í Núpalind, en hinn var keyptur í Lottó-appinu og færðu þeir eigendum sínum rúmlega 10,8 milljónir króna á mann.   

  Vinningshafinn sem keypti miðann sinn í Lottó-appinu sagðist hafa haft það svo sterkt á tilfinningunni upp á síðkastið að nú væri hans tími að koma til að vinna þann stóra. Og viti menn það svo sannarlega reyndist rétt, appið skilaði vinning upp á 10,8 milljónir sem kemur sér að sjálfsögðu vel.

  Hinn vinningsmiðann á fjölskyldukona á höfuðborgarsvæðinu en hún átti leið í Snæland í Núpalind. Meðferðis var eldri Lottómiði sem enn átti eftir að yfirfara, á miðanum reyndist lítill vinningur sem hún lét ganga upp í kaup á nýjum miða. Það var aldeilis góð ákvörðun því nýji miðinn skilaði henni vinningi upp á nærri því 11 skattfrjálsum milljónum.

  Íslensk getspá óskar báðum vinningshöfunum innilega til hamingju og þakkar þeim og öllum öðrum lottóspilurum fyrir stuðninginn við eignaraðila Getspár sem eru Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Öryrkjabandalag Íslands og Ungmennafélag Íslands, sá stuðningur skiptir miklu máli.

 • Tveir með 1. vinning í Lottó
  Lottó-fréttir

  Tveir stálheppnir miðahafar voru með allar tölurnar réttar í Lottó í kvöld og skipta því með sér 1. vinningnum. Hvor þeirra fær rúmlega 10,8 milljónir króna en annar miðanna var keyptur í Lottó appinu og hinn í Snælandi, Núpalind. Þá deila tveir miðahafar bónusvinningnum og fá rúmlega 260 þúsund krónur hvor í sinn hlut. Miðarnir voru báðir keyptir í gegnum Lottó appið.

  Enginn var með 1. vinning í Jóker í kvöld en fimm miðahafar voru með 2. vinning og fá 100 þúsund krónur hver. Miðarnir voru keyptir í Söluskála Ólafsvík, hér á lotto.is og voru þrír miðahafar í áskrift.

 • Lottó - 2faldur næst!
  Lottó-fréttir

  Enginn var með 1. vinning í Lottó í kvöld og verður potturinn því 2faldur í næstu viku. Sex miðahafar voru með bónusvinninginn og hlýtur hver þeirra rúmlega 71 þúsund krónur í vinning. Miðarnir voru keyptir í Bjarnabúð, Brautarhóli á Selfossi, á heimasíðu okkar, lotto.is, í Skalla, Hraunbæ í Reykjavík og þrír miðar voru í áskrift.

  Sex voru með fjórar réttar tölur í réttri röð í Jókernum og fá þeir 100 þúsund krónur hver í vinning. Miðarnir voru keyptir í Kvikk á Vesturlandsvegi í Reykjavík, N1 í Borgartúni í Reykjavík, á heimasíðu okkar, lotto.is, í lottó appinu og tveir miðar voru í áskrift.

  Heildarfjöldi vinningshafa var 6.947.

 • Verðandi faðir skannaði inn vinning upp á 21 milljón
  Lottó-fréttir

  Ung hjón með eitt barn og annað í leiðinni duttu svo sannarlega í lukkupottinn þegar Lottómiðinn þeirra reyndist luma á óskiptum tvöföldum fyrsta vinningi.

  Konan sem hafði einhvern tímann heyrt að ágætt væri að kaupa Lottómiða fjarri heimahögum ákvað að taka einn sjálfvalsmiða í Olís Langatanga þegar hún átti leið gegnum Mosfellsbæ.

  Þegar hún lét svo fara yfir miðann eftir útdrátt fékk hún ábendingu um að koma sem fyrst á skrifstofu Íslenskrar getspár í Laugardal. Þetta þótti henni óþarfa umstang fyrir ólétta konu enda hafði hún rekið augun í það að seðlinum var ein röð með 3 rétta og slíkir vinningar eru alltaf greiddir út beint.

 • Lottó 6. febrúar - Tveir áskrifendur með 1.vinning!
  Lottó-fréttir

  Tveir heppnir áskrifendur skiptu með sèr 1. vinningi í útdrætti kvöldsins og hlýtur hvor þeirra rétt tæpar 5 milljónir króna í vinning.

  Tveir miðahafar skiptu með sér bónusvinningnum og hlýtur hvor þeirra tæpar 685 þúsund krónur í sinn hlut. Annar miðinn var í áskrift en hinn miðinn var keyptur á N1 á Húsavík.

  Einn miðahafi var með allar tölur réttar í réttri röð í Jóker og hlýtur hann 2 milljónir króna í vinning. Miðann keypti hann á heimasíðu okkar, lotto.is

  Fjórir voru með fjórar réttar tölur í réttri röð og fá fyrir það 100 þúsund krónur hver. Þrír miðanna voru í áskrift en fjórði miðinn var keyptur í Olís Ánanaust, Ánanaust 10 í Reykjavík.

 • Lottó - 1. vinningur í Mosfellsbæinn
  Lottó-fréttir

  Það var viðskiptavinur hjá Olís við Langatanga í Mosfellsbæ sem hafði heppnina með sér og var einn með allar tölur réttar og fær rúmlega 21,2 milljónir í vinning.  Enginn var með bónusvinninginn sem var upp á rúmlega 900 þúsund og verður hann þrefaldur í næstu viku.  Fimm voru með 2. vinning í Jóker og fá þeir 100 þúsund kall hver, voru miðarnir keyptir á eftirtöldum stöðum;  N1 á Bíldshöfða í Reykjavík, Söluskálanum á Hvammstanga, á lotto.is, í lottó Appinu og einn miðinn er í áskrift.