Lottóleikir » Fréttir

 • Úrslit í Lottó 16. apríl - 4faldur næst !
  Lottó-fréttir

  Enginn var með allar fimm aðaltölurnar réttar og flyst því potturinn áfram til næstu viku og verður fjórfaldur þá.  Fimm miðaeigendur skiptu á milli sín bónusvinningnum og hlýtur hver um sig rúmlega 76 þúsund krónur, miðarnir voru keyptir á eftirtöldum stöðum; Olís við Esjubraut á Akranesi, Iceland við Arnarbakka í Reykjavík, sjálfsala á Reykjavíkurflugvelli, Hagkaup við Holtagarða í Reykjavík og á lotto.is.  

 • Úrslit í Lottó - 3 faldur næst!
  Lottó-fréttir

  Enginn var með allar tölurnar réttar í útdrætti vikunnar, en tveir voru með bónusvinninginn og hlýtur hvor þeirra 168.450,- krónur í vinning. Miðarnir voru báðir í áskrift.

 • Lögðu í púkk og unnu 14 milljónir !
  Lottó-fréttir

  Það  voru heldur betur ánægðar vinkonur sem komu til Getspár í morgun með vinningsmiðann góða í Lottó frá því 26. mars en vinningurinn hljóðaði upp á rúmlega 14,1 milljón króna.  Önnur þeirra hafði dreymt fyrir vinningi og kvöldið áður hafði henni klæjað í lófann og hún taldi það merki um peninga. 

 • Úrslit í Lotto - 2 faldur næst!
  Lottó-fréttir

  Enginn var með allar tölurnar réttar í Lottóútdrætti vikunnar og verður potturinn því tvöfaldur næsta laugardag. Einn var með bónusvinninginn og hlýtur hann 624.040 krónur í sinn hlut. Miðinn var keyptur í Hagkaup, Furuvöllum 17, Akureyri.

 • Lottó - 1. vinningur til Selfoss
  Lottó-fréttir

  Viðskiptavinur sem keypti sér Lottómiða hjá Olís við Arnberg á Selfossi hafði heppnina með sér en miðinn hans  var sá eini með allar tölurnar réttar og hlýtur hann því rúmlega 14,1 milljón í vinning.  

 • Úrslit í Lottó – tvöfaldur næst
  Lottó-fréttir

  Enginn var með allar tölurnar réttar í Lottóútdrætti vikunnar og verður potturinn því tvöfaldur næsta laugardag. Sex skiptu bónusvinningnum á milli sín og hlýtur hver þeirra 105.510 krónur. Miðarnir voru keyptir í Shell í Hveragerði,  lotto.is, 2 í Happahúsinu í Kringlunni og 2 eru í áskrift.

 • Lottó - einn með 1. vinning
  Lottó-fréttir

  Það var einn heppinn miðaeigandi sem var með allar tölurnar réttar í útdrætti vikunnar, og hlýtur hann 14.774.030,- krónur í sinn hlut, miðinn góði var keyptur í Skerjakollu á Kópaskeri. Tveir voru með fjórar réttar tölur í Jókernum og hlýtur hvor þeirra 100 þúsund krónur í vinning.

 • Lottó - 2 faldur næst !
  Lottó-fréttir

  Enginn var með allar tölurnar réttar og verður 1. vinningur því tvöfaldur næst. Átta skiptu með sér bónusvinningnum og hlýtur hver um sig 39.010 krónur.  Af þeim eru fimm í áskrift, einn var keyptur í Skeifunni Söluturn, Víkurbraut 62, Grindavík, einn í Snælandi Núpalind, Kópavogi og einn í Iceland Engihjalla Kópavogi.

 • Rómantísk borgarferð gerði þau að milljónamæringum !
  Lottó-fréttir

  Hann var léttur í lundu nýji Lottómilljónamæringurinn sem kom til okkar í Laugardalinn í dag.  Maðurinn, sem er fjölskyldufaðir af landsbyggðinni, hafði boðið frúnni í rómantíska helgarferð til borgarinnar.  Þau kíktu í Kringluna og komu við í Happahúsinu til að láta fara yfir gamla miða og  til að kaupa  sinn vikulega 10 raða sjálfvalsmiða.

 • Úrslit í Lottó 5/40 – Einn með 1. vinning!
  Lottó-fréttir

  Heppinn viðskiptavinur, sem lagði leið sína í Happahúsið í Kringlunni,  var einn með allar aðal tölurnar réttar að þessu sinni og hlýtur hann 48.777.900 kr. Sex skiptu bónusvinningnum á milli sín og fær hver 105.140 kr. í sinn hlut.