Lottóleikir » Fréttir

 • Ætlar að þiggja fjárhagsráðgjöf
  Lottó-fréttir  Konan sem kom í dag, er önnur af vinningshöfunum fjórum, en bæði hún og maðurinn hennar höfðu keypt lottómiða. Hún skrifaði tölurnar samviskusamlega upp þegar útdrátturinn var sýndur og sagði róleg við manninn sinn að þau væru með allar tölurnar réttar í Lottóinu.

 • Fyrsti vinningshafi af fjórum búinn að gefa sig fram!
  Lottó-fréttir

  Þau komu á skrifstofur Íslenskrar getspár, hjónin sem voru ein af fjórum miðaeigendum með allar tölur réttar síðastliðinn laugardag, þegar sjöfaldur Lottópottur fór  upp í tæpar 94 milljónir.  Á meðan eiginkonan horfði á útdráttinn með miðann í höndunum, þá kallaði hún spennt fram til bónda síns þegar þrír réttir voru komnir í hús, og svo fjórir og að lokum fimm réttar tölur!  Hjónin höfðu á orði að þau hafi fundið fyrir dálitlu stressi með hvar þau ættu að geyma þennan dýrmæta pappír, sem var tíu raða sjálfvalsmiði.

 • Laugardagslottó - Fjórir heppnir með fyrsta vinning!
  Lottó-fréttir

  Fjórir heppnir miðaeigendur voru með allar tölurnar réttar í útdrætti vikunnar og skiptu á milli sín sjöföldum potti. Fær hver rúmlega 23  milljónir í sinn hlut.

 • Laugardagslottó - Sjöfaldur næst!
  Lottó-fréttir

  Lottópotturinn verður sjöfaldur næsta laugardag, þar sem enginn var með allar tölurnar réttar í útdrætti vikunnar. Sjö voru með bónusvinninginn og fær hver þeirra kr 110.

 • Laugardagslottó - 6faldur næst!
  Lottó-fréttir

  Enn um sinn mun lottópotturinn bíða nýrra eigenda þar sem fyrsti vinningur gekk ekki út og verður hvorki meira né minna en sexfaldur í næstu viku.  Hins vegar var einn með bónuspottinn og hlýtur hann rétt tæplega 600 þúsund kall í vinning, þessi lukkumiði var keyptur hér á heimasíðunni, lotto.

 • Laugardagslottó - Fimmfaldur næst!
  Lottó-fréttir

  Lottópotturinn verður fimmfaldur næst þar sem enginn var með allar aðaltölurnar réttar að þessu sinni. Tveir skiptu bónusvinningnum á milli sín og fær hvor 224.

 • Laugardagslottó - fjórfaldur næst!
  Lottó-fréttir

  Enginn var með allar tölurnar réttar í Lottó útdrættinum að þessu sinni og verður potturinn því fjórfaldur næsta laugardag. Tveir voru með bónusvinninginn og fær hvor þeirra 342.

 • Laugardagslottó - 3faldur næst!
  Lottó-fréttir

  Enginn var með allar tölur réttar í útdrætti vikunnar og verður potturinn því þrefaldur næsta laugardag.  Tveir voru með fjórar tölur í Jóker og hlýtur hver þeirra 100 þúsund krónur í vinning.

 • Fjölhæft íþróttafólk styður við gott málefni.
  Lottó-fréttir

  Íslensk getspá hefur, í samvinnu við ENNEMM auglýsingastofu, unnið að gerð tónlistarmyndbands sem er beint framhald af auglýsingu sem frumsýnd var í lok síðasta árs. „Þar sáum við Leif Ottó, en hann er einlægur stuðningsaðili íþróttafólksins okkar,“ segir Stefán Konráðsson framkvæmdastjóri Íslenskrar getspár.

 • Laugardagslottó - úrslit 17. janúar
  Lottó-fréttir

  Enginn var með allar tölurnar réttar en einn var með fjórar réttar tölur auk bónustölunnar og hlýtur hann rúmlega 283 þúsund krónur  í vinning.  Miðinn var keyptur í Shellskálanum í Þorlákshöfn.