Lottóleikir » Fréttir

 • Milljónamæringunum rignir inn
  Lottó-fréttir

  Enn bætist í hóp Lottómilljónamæringana á þessu ári en sl. laugardag var einn vinningshafi með allar tölurnar réttar og hlýtur að rétt tæplega 7 milljónir og svo var einn með allar tölurnar réttar í Jóker í Víkingalottóútdrættinum í gær og fær 2 milljónir fyrir vikið.

 • Laugardagslottó – einn með fyrsta vinning.
  Lottó-fréttir

  Stálheppinn áskrifandi datt heldur betur í lukkupottinn,  því hann var einn með allar tölurnar réttar og hlýtur tæplega 7 milljónir í vinning. Þrír skiptu með sér bónusvinningnum og fær hver 101.

 • Sannfærður um að vinningur nálgaðist óðum
  Lottó-fréttir  Á skrifstofu Íslenskrar getspár kom vinningshafi 32, 8 milljóna í laugardagslottói síðustu helgar. Hann segir þetta þvílíkt happ og í raun ótrúlegt, því erindið í N1 í Ártúnsholti hafi ekki verið að næla sér í Lottómiða, heldur að fá sér snæðing.

 • Laugardagslottó - einn fékk 32,8 milljónir
  Lottó-fréttir

  Viðskiptavinur sem keypti sér lottómiða í N1 við Ártúnshöfða í Reykjavík datt aldeilis í lukkupottinn en hann var einn með allar tölurnar réttar og hlýtur rúmlega 32,8 milljónir í vinning.  Bónusvinningurinn  gekk líka út, sá góði miði  er í áskrift og mun eigandi hans fá tilkynningu um glaðninginn eftir helgina.

 • 2ja milljóna króna Jókervinningur til áskrifanda.
  Lottó-fréttir

  Enginn var með allar lottótölurnar réttar að þessu sinni og verður potturinn því fjórfaldur í næstu viku. Átta voru með bónusvinninginn, þ.

 • Laugardagslottó - þrefaldur næst!
  Lottó-fréttir

  Lottópotturinn verður þrefaldur næsta laugardag, þar sem enginn var með allar tölurnar réttar í útdrætti vikunnar. Þrír voru með bónusvinninginn og fær hver þeirra 101.

 • Mikilvægar dagsetningar færðu þeim tugi milljóna
  Lottó-fréttir

  Hjónin segja tölurnar vera merkilegar dagsetningar í þeirra lífi, en konan valdi allar tölurnar sjálf á 10 raða seðli og var að auki með aðra röð með fjórum réttum tölum og fékk rúmar 28 þúsund krónur fyrir það. Auk þess var maðurinn með þrjá rétta á miða sem hann hafði keypt, og því unnu þau þrjá vinninga í þessum útdrætti.

 • 23 milljónir létta róðurinn
  Lottó-fréttir  Ungt par rúmlega tvítugt kom mjög yfirveguð hingað til Getspár í dag með vinningsmiða upp á rúmlega 23 milljónir frá því í 7falda pottinum á dögunum. Þau segjast spila stundum með og áttu leið um Kringluna þegar þau fengu hugboð um að kaupa sér Lottómiða, þau gengu fyrst framhjá Happahúsinu en ákváðu svo að snúa við og kaupa miðann strax, 10 raða sjálfsvalsmiða sem svo sannarlega margborgaði sig.

 • 2ja milljóna Jókervinningur í Hafnarfjörðinn
  Lottó-fréttir

  Enginn var með allar tölurnar réttar og verður fyrsti vinningur tvöfaldur næsta laugardag.  Tveir voru með fjórar réttar tölur auk bónustölunnar og hlýtur hvor um sig rúmlega 144 þúsund í vinning, annar miðinn var keyptur í N1 við Háholt í Mosfellsbæ en hinn í Samkaupi Úrval á Grundarfirði.

 • Ætlar að þiggja fjárhagsráðgjöf
  Lottó-fréttir  Konan sem kom í dag, er önnur af vinningshöfunum fjórum, en bæði hún og maðurinn hennar höfðu keypt lottómiða. Hún skrifaði tölurnar samviskusamlega upp þegar útdrátturinn var sýndur og sagði róleg við manninn sinn að þau væru með allar tölurnar réttar í Lottóinu.