Lottóleikir » Fréttir
-
Lottó - 3faldur næst!
Lottó-fréttir
Enginn var með allar tölur réttar að þessu sinni og verður potturinn því 3faldur í næstu viku! Þrír miðahafar hlutu bónusvinninginn og fær hver þeirra tæplega 160 þúsund krónur. Miðarnir voru keyptir í Olís á Dalvík, Prins Póló í Þönglabakka og í Appinu.
Enginn var með allar tölur réttar og í réttri röð í Jókernum en sjö miðahafar voru með 2. vinning og fá 100 þúsund krónur hver. Miðarnir voru keyptir í Olís Norðlingaholti, Appinu, tveir á lotto.is og þrír þeirra eru í áskrift.
-
Lottó - 2faldur næst!
Lottó-fréttir
Lottópotturinn verður tvöfaldur næsta laugardag þar sem enginn var með allar tölurnar réttar í útdrætti kvöldsins. Tveir miðahafar skiptu bónusvinningnum á milli sín og fær hvor þeirra rúmlega 207 þúsund krónur í sinn hlut. Annar miðinn var í áskrift en hinn miðinn var keyptur í Olís Básnum, Vatnsnesvegi í Reykjanesbæ.
-
Fyrirhugaðar breytingar á Lottó leiknum
Lottó-fréttir
Íslensk getspá hefur óskað eftir við dómsmálaráðuneytið að gera breytingar á Lottó leiknum sem taka gildi 2. júlí næstkomandi, en Lottó er vinsælasti happdrættisleikurinn á Íslandi. Breytingarnar eru þrenns konar og fela í sér að í fyrsta lagi þá fjölgar tölunum um tvær, úr 40 í 42 og verður leikurinn því Lottó 5/42 í stað Lottó 5/40. Í öðru lagi verður einum vinningsflokki bætt við sem er vinningur fyrir 3 réttar tölur og bónustölu og í þriðja lagi er óskað eftir verðhækkun.
Íslensk getspá hóf rekstur á Lottó 5/32 árið 1986. Leiknum var breytt árið 1988 í 5/38 og hélst hann óbreyttur í 20 ár eða til ársins 2008 þegar honum var breytt í Lottó 5/40. Nú, fjórtán árum síðar, er óskað eftir breytingu á leiknum í 5/42. Breytingarnar fylgja mannfjöldaþróun á Íslandi, árið 1986 var íbúafjöldi 242 þúsund manns en í ár er hann um 376 þúsund manns.
Óskað er eftir breytingu á vinningsflokkum þar sem einum vinningsflokki er bætt við. Eftir breytingu verða vinningsflokkar í Lottó 5/42 eftirfarandi:
Fimm réttar aðaltölur
Fjórar réttar aðaltölur og bónustala
Fjórar réttar aðaltölur
Þrjár réttar aðaltölur og bónustala - sem er nýr vinningsflokkur
Þrjár réttar aðaltölur
Tvær réttar aðaltölur og bónustalaJafnframt er óskað eftir hækkun á verði hverrar lottóraðar úr 130 krónum röðin í 150 krónur. Síðast var verð á lottóröð hækkað árið 2013 eða fyrir átta árum síðan.
Íslensk getspá er í eigu Íþróttasambands Íslands, Öryrkjabandalags Íslands og Ungmennafélags Íslands og rennur allur hagnaður af starfsemi fyrirtækisins til þessara aðila.
-
Lottó - Áskrifandi með 76 milljóna vinning
Lottó-fréttir
Það var ljónheppinn áskrifandi sem var sá eini sem smellhitti á allar tölur kvöldsins og fær hann því óskiptan 1. vinning upp á rétt tæplega 76 milljónir. Fimm miðaeigendur skiptu mér sér bónusvinningnum og fær hver þeirra rúmlega 200 þúsund kall, tveir miðanna voru keyptir í Lottó-appinu, einn í Aðal-braut í Grindavík, einn í Olís í Reykjanesbæ og einn í Krambúðinni í Firði, Hafnarfirði.
Enginn náði að landa 1. vinningi í Jóker en 10 spilarar fengu 2. vinning sem hljóðar upp á 100 þúsund kall, miðarnir voru keyptir á eftirtöldum stöðum; Skálanum í Sandgerði, N1 við Ártúnshöfða í Reykjavík, Olís í Norðlingaholti, Reykjavík, þrír miðanna voru keyptir í Appinu og tveir á lotto.is. Loks eru tveir miðanna í áskrift.
-
Lottó - 5faldur næst!
Lottó-fréttir
Enginn var með 5 tölur réttar að þessu sinni og verður potturinn því fimmfaldur í næstu viku. Tveir miðahafar voru með 2. vinning og fær hvor þeirra rúmlega 700 þúsund krónur. Báðir miðarnir voru keyptir í Appinu.
Þá voru átta miðahafar með 2. vinning í Jóker og fær hver og einn þeirra 100 þúsund krónur. Tveir miðanna voru keyptir í Happahúsinu í Kringlunni, einn á lotto.is, þrír í Appinu og tveir miðanna eru í áskrift.
-
Lottó - 4faldur næst!
Lottó-fréttir
Lottópotturinn verður fjórfaldur næsta laugardag þar sem enginn var með allar tölurnar réttar í útdrætti kvöldsins. Bónusvinningurinn gekk heldur ekki út að þessu sinni.
Sex miðahafar voru með 2. vinning í Jóker og fá 100 þúsund krónur hver. Miðarnir voru keyptir í Hagkaup, Furuvöllum 17 á Akureyri, á heimasíðu okkar, lotto.is, Lottó appinu og þrír miðar voru í áskrift.
-
Lottó - 3faldur næst!
Lottó-fréttir
Lottópotturinn verður þrefaldur næsta laugardag þar sem enginn var með allar tölurnar réttar í útdrætti kvöldsins. Fjórir skipta með sér bónusvinningnum og fær hver þeirra rúmlega 123 þúsund krónur í sinn hlut. Miðarnir voru keyptir í Lottó appinu, á heimasíðu okkar, Lotto.is og tveir miðar voru í áskrift.
-
Lottó - 2faldur næst!
Lottó-fréttir
Enginn var með allar tölur réttar að þessu sinni og verður potturinn því 2faldur í næstu viku. Þrír miðahafar skiptu með sér bónusvinningnum og fær hver þeirra 135 þúsund krónur, tveir miðanna eru í áskrift og einn var keyptur í Appinu.
Einn heppinn áskrifandi var með allar tölur réttar og í réttri röð og fær því vinning uppá 2 milljónir króna. Þá voru fjórir með 2. vinning og fá þeir 100 þúsund kall hver, einn var keyptur í Appinu, einn á lotto.is og tveir eru í áskrift.
-
Lottó 5/40 - Einn með fyrsta vinning!
Lottó-fréttir
Heppinn spilari var einn með 1. vinning í útdrætti kvöldsins og hlýtur hann rétt tæpar 9,5 milljónir króna. Vinningsmiðinn var keyptur á lotto.is. Einn var með bónusvinninginn og fær hann 416.620 kr. í sinn hlut. Miðinn var keyptur í Jolla, Helluhrauni 1 í Hafnarfirði.
Þá voru 6 miðahafar með annan vinning í Jóker og fær hver þeirra 100 þúsund krónur. Miðarnir voru keyptir í Jolla, Hafnarfirði, Holtanesti í Hafnarfirði, þrír miðanna eru í áskrift og einn var keyptur á lotto.is. -
Tveir með 1. vinning í Lottó og einn með Jóker
Lottó-fréttir
Tveir heppnir miðahafar voru með 1. vinning í kvöld og skipta því vinningsupphæðinni á milli sín. Hvor vinningshafi fær rúmlega 9,8 milljónir en annar miðinn var keyptur í N1, Kaupvangi á Egilsstöðum og hinn miðinn var í áskrift. Sex miðahafar skiptu bónusvinningnum á milli sín og fær hver þeirra rúmlega 75 þúsund krónur í sinn hlut. Miðarnir voru keyptir í Versluninni Bakkanum, Eyrargötu á Eyrarbakka, á heimasíðu okkar, lotto.is og fjórir miðar voru í áskrift.
Einn var með 1. vinning í Jóker og fær hann 2 milljónir króna, miðinn var í áskrift. Þar að auki voru ellefu miðahafar með 2. vinning í Jóker og fá 100 þúsund krónur hver. Miðarnir voru keyptir í Happahúsinu, Kringlunni í Reykjavík, Olís, Langatanga í Mosfellsbæ, á heimasíðu okkar, Lotto.is, Lottó appinu og sjö miðar voru í áskrift.