Lottóleikir » Fréttir

 • Kyssti miðann og vann 41 milljón!
  Lottó-fréttir

  Það var heldur betur hress vinningshafi sem kom á skrifstofu Getspár í vikunni til að sækja rúmlega 41 milljóna króna vinninginn sinn. Sá heppni spilar alltaf í Lottó, er með miða í áskrift og kaupir auka miða ef potturinn er hár, sem og hann var síðastliðinn laugardag. Vinningshafinn bað barnabarn sitt að skreppa út að kaupa auka miða handa sér og tók það sérstaklega fram að kaupa einungsis hjá N1 Veganesti, Hörgárbraut á Akureyri.

 • 1. vinningur gekk út í Lottó
  Lottó-fréttir

  Einn heppinn miðahafi var með allar fimm lottótölur kvöldsins réttar og hlýtur rúmlega 41 milljón króna í 1. vinning. Miðinn var keyptur á Veganesti N1, Hörgárbraut á Akureyri. Þá voru sex miðhafar með bónusvinninginn og fá rúmlega 100 þúsund krónur í sinn hlut. Miðarnir voru keyptir í Happahúsinu Kringlunni, Hagkaup Smáralind, Álfinum í Kópavogi, N1 Lækjargötu í Hafnarfirði og tveir þeirra voru keyptir á heimasíðu okkar, lotto.is.

 • Lottó - 4faldur pottur næst!
  Lottó-fréttir

  Seinkun varð því miður í útdrætti kvöldsins vegna tæknibilunar í útdráttarvél. Þegar útdráttur var hafinn og búið var að draga eina tölu kom í ljós að allar fjörutíu kúlurnar höfðu ekki skilað sér í kúlubelg vélarinnar. Samkvæmt reglum um útdrátt þurfti því að endurtaka útdráttinn undir eftirliti fulltrúa dómsmálaráðuneytisins. Það var gert og út voru dregnar tölurnar 20, 32, 37, 26, 30 og bónustalan 21.

  Enginn var með allar fimm tölurnar réttar og verður 1. vinningur því fjórfaldur í næstu viku. Fimm skiptu með sér bónusvinningnum og hlýtur hver þeirra 98.380 krónur. Einn miðinn var keyptur í Hagkaup á Eiðistorgi, einn miðinn er í áskrift og þrír miðar voru keyptir á lotto.is.

 • Lottó 5/40 - Þrefaldur næst!
  Lottó-fréttir

  Enginn var með allar fimm tölurnar réttar í Lottóútdrættinum að þessu sinni og verður 1. vinningur því þrefaldur í næstu viku. Tveir skiptu með sér bónusvinningnum og fá þeir 185.890 krónur hvor. Annar vinningsmiðanna er í áskrift en hinn var keyptur í N1, Borgartúni 39 í Reykjavík.
   

 • Keypti aukamiða fyrir tilviljun
  Lottó-fréttir

  Seinni Lottó-vinningshafinn í fjórfalda pottinum frá þar síðustu helgi hefur nú vitjað vinningsins hjá Getspá en það var ungur maður af höfuðborgarsvæðinu.  Hann hafði farið inn á lotto.is til að tryggja sér miða, síðar sama dag kom svo sterk tilfinning yfir hann og ákvað hann því að fara á nýjan leik inn á lotto.is og bæta við öðrum miða svona til öryggis. Og sem betur fer því sá miði skilaði honum einmitt 5 réttum og vinning upp á tæpar 22 skattfrjálsar milljónir.

 • Lottó - 2faldur næst !
  Lottó-fréttir

  Enginn var með allar fimm tölurnar réttar og verður 1. vinningur því tvöfaldur í næstu viku.  Tveir skiptu með sér bónusvinningnum og fá þeir rúmlega 166 þúsund hvor, annar miðinn er í áskrift en hinn var keyptur í N1 við Stórahjalla í Kópavogi.  Jókerinn gaf vel af sér að þessu sinni en alls voru níu með 2. vinning og fá 100 þúsund kall í vinning.  

 • Lottó 5/40 - Tveir með 1. vinning!
  Lottó-fréttir

  Tveir heppnir lottóspilarar voru með allar tölurnar réttar að þessu sinni og skipta því með sér fjórföldum 1. vinningi og fær hvor rúmlega 21,8 milljónir króna í sinn hlut. Annar vinnigsmiðanna var keyptur í N1 í Hrútafirði en hinn miðinn var keyptur á Lotto.is.

  Sex skiptu með sér bónusvinningnum og hlýtur hver þeirra 102.030 krónur. Miðarnir voru keyptir í Vídeómarkaðinum í Kópavogi, Söluskálanum Björk á Hvolsvelli, Versluninni Rangá í Reykjavík, Kjarvali á Hellu og tveir miðar eru í áskrift.

 • Stefnir í fjórfaldan Lottó pott
  Lottó-fréttir

  Það stefnir í fjórfaldan Lottó pott næsta laugardag þar sem enginn fékk 1. vinning í kvöld. Sex miðahafar hlutu bónusvinninginn eða fjórar réttar tölur og bónustölu. Hver vinningshafi hlýtur tæplega 81 þúsund krónur í vinning en miðarnir voru keyptir í Krambúðinni Selfossi, Lotto.is og voru fjórir miðahafar í áskrift

 • Úrslit í Lottó - 29. desember 2018
  Lottó-fréttir

  Það stefnir í þrefaldan Lottó pott næsta laugardag þar sem engin var með 1. vinning í kvöld. Fjórir heppnir miðahafar skiptu þó með sér bónusvinningnnum og hljóta rúmlega 100 þúsund krónur hver. Tveir miðahafanna voru í áskrift, einn keypti miðann á lotto.is og sá fjórði keypti miðann á N1, Reykjanesbæ.

 • Lottó - 2faldur næst !
  Lottó-fréttir

  Enginn var með allar aðaltölur réttar og verður 1. vinningur því tvöfaldur í næstu viku.  Einn var með bónusvinninginn og hlýtur hann rúmlega 400 þúsund í vinning, miðinn er í áskrift.  Þrír voru með fjórar réttar tölur í réttri röð í Jóker og fá þeir 100 þúsundi í vinning, einn miðinn er í áskrift, einn var keyptur í Happahúsinu, Kringlunni í Reykjavík og einn í N1 á Egilsstöðum.