Lottóleikir » Fréttir

 • Víkingalottó - úrslit 18. janúar
  Víkingalottó-fréttir

  Einn var með allar aðaltölurnar réttar og að þessu sinni fer vinningurinn til Danmerkur, en hann var rúmlega 112,7 milljónir króna. 
  Fjórir miðaeigendur voru með fjórar réttar tölur í réttri röð í Jóker og fá þeir 100.000 kr. í vinning. Einn miðanna var keyptur í Happahúsinu í Kringlunni en þrír eru í áskrift.

 • Víkingalottó - úrslit 11. janúar
  Víkingalottó-fréttir

  Tveir Norðmenn skipta með sér 1. vinningi og hlýtur hvor þeirra rúmlega 111 milljónir í vinning. Heppinn viðskiptavinur sem keypti sér miða á Lotto.is var einn með hinn al-íslenska bónusvinning og fær hann í sinn hlut rúmlega 13 milljónir.

 • Víkingalottó - tvöfaldur næst!
  Víkingalottó-fréttir

  Enginn var með allar tölurnar réttar í útdrætti vikunnar og verður potturinn því tvöfaldur í næstu viku.  Þrír voru með fjórar réttar tölur í Jókernum og hlýtur hver þeirra 100 þúsund krónur í vinning. Einn miðanna var keyptur í Bitanum, Iðavöllum 14b í Reykjanesbæ, en hinir tveir voru keyptir á lotto.is

   

 • Víkingalottó - tveir með allar tölur réttar
  Víkingalottó-fréttir

  Tveir miðaeigendur voru með allar aðaltölurnar réttar og skipta með sér 1. vinningi, hlýtur hvor um sig rúmlega 53 milljónir króna.  Annar miðinn var keyptur í Finnlandi en hinn í Noregi.  Enginn var með hinn al-íslenska bónusvinning sem að þessu sinn nam rúmlega 6,4 milljónum króna og  flyst hann því yfir til næstu viku.

   

   

 • Notaleg tilhugsun að eiga allt í einu 53,4 milljónir
  Víkingalottó-fréttir

  Enn bætist í hóp nýrra lottómilljónamæringa, sá nýjasti er annar tveggja sem var með allar aðaltölurnar réttar í Víkingalottóinu í gær og fékk hvor um sig rúmlega 53,4 milljónir í sinn hlut.  Þessi glænýji vinningshafi keypti miðann sinn í Olís Básnum í Reykjanesbæ en hann á oft leið þar um og kaupir sér reglulega einn Víkingalottómiða en að þessu sinni breytti hann aðeins til og keypti sér þrjá miða.  „Sem betur fer, annars hefði ég misst af vinningnum“ sagði hann en vinningsmiðinn var númer tvö í röðinni upp úr kassanum.  Ekkert fékkst á hina tvo miðana.  

 • Víkingalottó - Íslendingur með 1. vinning!
  Víkingalottó-fréttir

  Íslendingur og Norðmaður skiptu á milli sín 1 .vinningi í Víkingalottóinu í kvöld. Hvor um sig hlýtur rúmar 53 milljónir. Íslenski vinningshafinn keypti miðann sinn hjá Olís Básnum í Keflavík. Þetta er í 28. sinn sem Íslendingur fær fyrsta vinning og í 4. sinn á þessu ári.

 • Víkingalottó - úrslit 14. desember
  Víkingalottó-fréttir

  Tveir Norðmenn skipta með sér 1. vinningi og hlýtur hvor þeirra rúmlega 52,5 milljónir í vinning. Heppinn viðskiptavinur sem keypti sér miða í Olís á Reyðarfirði var einn með hinn al-íslenska bónusvinning og fær hann í sinn hlut rúmlega 13,5 milljónir.
  Einn var með allar fimm tölurnar réttar í réttir röð í Jókernum og er hann 2. milljónum ríkari í dag. Miðinn góði var keyptur á heimasíðu Getspár – lotto.is.

 • Víkingalottó - úrslit 7. desember
  Víkingalottó-fréttir

  Þrír miðaeigendur voru með allar aðaltölurnar réttar að þessu sinni og skipta með sér 1. Vinningi. Hlýtur hver rúmlega 32 milljónir í vinning.  Einn miðinn var keyptur í Noregi en hinir tveir í Danmörku. Þrír voru með fjórar réttar tölur í réttri röð í Jóker og fá þeir 100 þúsund krónur í vinning. Miðarnir voru keyptir í Lukku Láka, Þverholti 2 í Mosfellsbæ, N1 v/Leiruveg á Akureyri og Hagkaupum í Smáralind

   

   

 • Víkingalottó - 1. vinningur til Lettlands og 2ja milljóna Jókervinningur
  Víkingalottó-fréttir

  Einn var með allar aðaltölurnar réttar og að þessu sinni fer vinningurinn til Lettlands, en hann var upp á rúmlega 96,8 milljónir króna.  Einn var með allar tölurnar réttar og í réttri röð í Jóker og fær hann 2 milljónir í vinning.  Miðinn var keyptur í Tjarnagrilli í Reykjanesbæ.  

 • Tvítugur Reykvíkingur vann tæpar 24 milljónir
  Víkingalottó-fréttir

  Hingað til Getspár kom lukkulegur tvítugur Reykvíkingur í morgun með vinningsmiðann góða frá því í Víkingalottóinu á miðvikudag en hann var með allar aðaltölurnar réttar og vann þar með 1. vinning sem hann deildi með Finna, Norðmanni og Litháa.  Vinningshafinn fór í Olís Kjalarnesi á þriðjudagskvöldið til að fá sér pylsu og kók og afgreiðslukonan spurði hvort hann vildi ekki taka Víkingalottómiða með í leiðinni.  Hún sagði jafnframt að maður ynni ekki nema að vera með og það væri nóg að vera bara með eina röð.