Lottóleikir » Ætlaði að kaupa mjólk og vann í Víkingalottó

Til baka í listaÆtlaði að kaupa mjólk og vann í Víkingalottó
Vikinglotto-fréttir

Vinningshafinn sem lýst var eftir er kominn fram. Hann er fjölskyldumaður á miðjum aldri og að hans sögn spilar hann endrum og sinnum í Víkingalottóinu. Að þessu sinni vantaði mjólk á heimilið en þegar hann kom í búðina sem hann ætlaði sér í var hún lokuð. Hann ákvað því að skjótast inná N1 og grípa mjólk og einn Víkingalottómiða í leiðinni. Það var svo ekki fyrr en viku seinna þegar hann var að lesa Morgunblaðið að hann rak augun í frétt þar sem lýst var eftir bónusvinningshafa sem hafði keypt miða  á N1 Stórahjalla og unnið 18,8 milljónir. Hann fór því rakleiðis í tölvu til þess að skoða vinningstölurnar en þurfti að fá aðstoð konu sinnar þar sem hann trúði ekki sínum eigin augum.


Vinningshafinn er svo sannarlega í skýjunum með vinninginn og Íslensk getspá óskar honum innilega til hamingju.