Lottóleikir » Jókerinn getur borgað sig

Til baka í listaJókerinn getur borgað sig
Vikinglotto-fréttir

Jóker vinningshafi frá síðustu viku var á ferð um vesturlandið og ákvað að kaupa sér miða hjá N1 á Hólmavík í Víkingalottóinu og taka Jókerinn með. Það borgaði sig heldur betur þar sem að miðinn hafði að geyma fimm réttar Jókertölur eða 2 milljónir króna í vinning. Vinningshafinn fór yfir miðann við fyrsta tækifæri sem var heldur óvenjulegt að hennar sögn og brá heldur betur þegar hún uppgötvaði að vinningsölurnar voru þær sömu og í afmælisdegi nýlátins ástvinar. Hún er því viss um að hann hafi haft eitthvað með val á tölunum að gera.  Svo var það í þessari viku sem að ungur maður sem að hafði hug á að kaupa sér 5 raða Víkingalottómiða í Aðalbraut í Grindavík. Afgreiðslustúlkan misskildi hann og lét hann fá 2 raðir og Jóker en bauðst svo til þess að ógilda miðann þegar mistökin uppgötvuðust. Hann ákvað þó að láta ekki ógilda miðann og keypti hann. Þetta reyndist góð ákvörðun sem að skilaði honum 2 milljónum króna. Hann er að vonum ánægður með vinninginn og hyggst nota hann sem innborgun í íbúð fyrir fjölskylduna. Við óskum vinningshöfunum innilega til hamingju.