Lottóleikir » Vinningshafinn í Víkingalottó

Til baka í listaVinningshafinn í Víkingalottó
Vikinglotto-fréttir

„Ég bara get ekki hætt að hlæja“ sagði ánægður vinningshafi þegar henni hafði verið tilkynnt um 55,5  milljóna króna vinning í Víkingalottóinu. Vinningurinn kom á miða sem konan  hefur verið með í áskrift, en hún hefur verið með eina röð í Víkingalottóinu í mörg ár. Hún var reyndar búin að gleyma að hún væri með þessar tölur í áskrift og þess vegna kom þetta henni enn meira á óvart.  Hún og fjölskylda hennar hafa búið erlendis í nokkur ár en þau fluttu í kjölfar hrunsins. Fyrsti vinningur skiptist að þessu sinni á milli Íslands og Danmerkur en þetta er í 2. skiptið á árinu sem að fyrsti vinningur kemur til Íslands og 23. skiptið frá upphafi.