Lottóleikir » Víkingalottó - Íslendingur með 1. vinning!

Til baka í listaVíkingalottó - Íslendingur með 1. vinning!
Vikinglotto-fréttir

Íslendingur og Dani skiptu á milli sín 1 .vinningi í Víkingalottóinu í kvöld. Hvor um sig hlýtur rúmar 54 milljónir. Íslenski vinningshafinn er med miðann sinn í áskrift og má því eiga von á ánægjulegu símtali á morgun frá starfsfólki Íslenskrar Getspár. Þetta er í 23. sinn sem Íslendingur fær fyrsta vinning og í 2. sinn á þessu ári. Fjórir, þar af 2 áskrifendur,  unnu 100.000 kr. í Jókernum. Hinir miðarnir voru seldir í Happahúsinu, Kringlunni og Samkaupum-strax, Stigahlíð 45-47 í Reykjavík.