Lottóleikir » Víkingalottó - úrslit 5. desember

Til baka í listaVíkingalottó - úrslit 5. desember
Vikinglotto-fréttir

Þrír Norðmenn, Dani og Finni skiptu Víkingalottópottnum með sér að þessu sinni og fær hver rúmlega 24 milljónir í sinn hlut. Heppinn viðskiptavinur sem keypti sér miða í Skeljungi, Skagabraut 43 á Akranesi, var með allar Jókertölurnar í réttri röð og fær fyrir það 2 milljónir í vinning. Sex voru með fjórar réttar tölur í Jókernum og fær hver100.000 kr. Miðarnir voru keyptir í Fjarðarkaupum, Hólshrauni 1b í Hafnarfirði, Samkaupum-Úrvali á Selfossi, Happahúsinu í Kringlunni, Smára söluturni, Dalvegi 16c í Kópavogi, hér á lotto.is og einn er með miðann sinn í áskrift.