Lottóleikir » Víkingalottó - úrslit 15. febrúar

Til baka í listaVíkingalottó - úrslit 15. febrúar
Vikinglotto-fréttir

Það voru tveir stálheppnir spilarar sem skiptu með sér þrefalda Víkingalottópottinum og hlýtur hvor um sig rúmlega 170 milljónir í vinning.  Annar miðinn var keyptur í Danmörku en hinn í Noregi.  Hinn al-íslenski bónusvinningur rataði til heppins miðaeiganda sem keypti sér miða á heimasíðunni okkar, lotto.is.  Hlýtur hann 3,7 milljónir í vinning.  Það var einnig spilari sem keypti sér miða á lotto.is sem var með allar tölurnar réttar og í réttri röð í Jóker og hlýtur hann 2 milljónir í vinning.  

Tveir voru með fjórar réttar tölur í Jóker og fá þeir 100 þúsund kall fyrir vikið, annar miðinn var keyptur í Kletti í Vestmannaeyjum en hinn í N1 við Ártúnshöfða í Reykjavík.